is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45911

Titill: 
  • Grenndarkennsla í samfélagsfræði : hvernig er henni sinnt?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í Aðalnámskrá grunnskóla 1999 er minnst á söguvitund og mikil áhersla lögð á að nemendur þekki sögu nærumhverfisins síns og heimabyggðar áður en farið er að kenna víðtækari sögu. Sterk sjálfsvitund stuðlar að tengingu við umhverfi sitt og styrkir þar af leiðandi söguvitund nemenda. Grenndarkennsla er verkfæri sem hægt er að nýta til að stuðla að og styrkja bæði sjálfsvitund og söguvitund. Þegar Aðalnámskrá grunnskóla – greinasviðið var uppfært árið 2013 var hvorki minnst á grenndarkennslu eða söguvitund þrátt fyrir mikilvægi þeirra. Tilgangur verkefnisins er að athuga hvernig kennarar nota grenndarkennslu til að stuðla að bæði sjálfsvitund og söguvitund nemenda sinna samkvæmt því sem beðið er um að kenna nemendum í samfélagsgreinum. Aðferðin sem notuð var við rannsóknina er eigindleg og stuðst var við fyrirbærafræði þegar kom að viðtölum og úrvinnslu þeirra. Viðmælendur nefna helstu ókosti tengda við grenndarkennslu en ekki grenndarkennslu sjálfa, ókostirnir sem minnst er mest á eru fjármagnsskortur og skortur á heimildum í minni byggðum. Verkefnið gegnir því hlutverki að varpa ljósi á hvað dregur úr grenndarkennslu og hvernig henni er sinnt í skólum.
    Lykilhugtök: grenndarkennsla, samfélagsgreinar, samfélagsgreinakennsla, söguvitund, sjálfsvitund, nærumhverfi, heimabyggð, samfélag, grenndarvitund.

Samþykkt: 
  • 31.10.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-B.Ed. (2).pdf426.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf137.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF