is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45912

Titill: 
  • Snemmtæk íhlutun og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir : hlutverk þroskaþjálfans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Snemmtæk íhlutun miðar að því að hafa áhrif á þroskaframvindu barna og undirbúning fyrir nám með ígrunduðum aðferðum á fyrstu árum ævinnar. Heilastarfsemi barna er ekki fullmótuð og eru börn því næmari fyrir íhlutun á yngri árum. Mikilvægt er að stuðningur hefjist fljótlega eftir að grunur vaknar um þroskafrávik og eru óhefðbundnar tjáskiptaleiðir ein leið til þess að veita börnum með tjáskiptaörðugleika tækifæri til þess að tjá sig. Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir hlutverki þroskaþjálfans í leikskólum þar sem unnið er með óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Mikilvægi ritgerðarinnar felst í því að þroskaþjálfar á leikskólum starfa náið með öðrum fagstéttum og er mikilvægt að hlutverk hans sé skýrt, en jafnframt að sýna fram á mikilvægi þess að beita snemmtækri íhlutun með börnum sem nota óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Í ritgerðinni verður leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvert er hlutverk þroskaþjálfa þegar kemur að snemmtækri íhlutun í starfi með börnum sem nota óhefðbundnar tjáskiptaleiðir? Niðurstöður benda til þess að börn sem eiga í erfiðleikum með talmál geti átt innihaldsrík samskipti með óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Árangurinn er mun meiri ef íhlutunin hefst á fyrstu árum ævinnar. Einnig sýna rannsóknir að börn læra best í sínu náttúrulega umhverfi, og er leikskólinn sá staður sem börn verja stórum tíma vökutíma síns. Hlutverk þroskaþjálfa á leikskóla er meðal annars að veita börnum sem tjá sig á óhefðbundinn hátt, snemmtæka íhlutun. Það felur meðal annars í sér að finna tjáskiptaleið sem hentar og aðlaga stuðning að athöfnum daglegs lífs.

Samþykkt: 
  • 31.10.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_AlexandraIvaluJEinarsdottir.pdf2,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_AIJE.pdf172,88 kBLokaðurYfirlýsingPDF