Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45916
Þessi ritgerð fjallar um útinám/kennslu sem tengist leikskólabörnum og hvers vegna útinám og útivera skiptir máli. Tilgangur ritgerðarinnar er að athuga hvernig útikennsla getur nýst á leikskólum og hvaða ávinningur það hefur fyrir börnin að efla slíkt nám. Hvað er það sem eflist við slíkt nám og hversu virk námsleið er útikennsla á leikskólaárunum. Hefur hún áhrif á vellíðan barna og verða þau þá viljugri til að passa upp á umhverfi sitt og vernda það, hvernig eykur þetta fjölbreytileika í leikskólastarfinu. Niðurstöðurnar eru frekar skýrar og sýna að vellíðan og sjálfstraust barna eykst við útiveru og er hún öllum nauðsynleg. Útinám hefur aukist til muna í námskrám leikskóla og er það mjög ánægjulegt að sjá á tímum tölvualdar. Það er mikilvægt að kynna útinám/ke nnslu betur fyrir öllu samfélaginu, fá fólk til að líta af símanum og opna augun fyrir umhverfinu og það sem það hefur upp á að bjóða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ritgerð 14.pdf | 411,09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman yfirlýsing.pdf | 88,61 kB | Lokaður | Yfirlýsing |