Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45920
Löggjöf á sviði barnaréttar hefur þróast mjög síðastliðna áratugi með auknum réttindum fyrir börn með barnalögum og barnaverndarlögum ásamt alþjóðalögum. Lögunum er ætlað að standa vörð um réttindi barnsins m.a vegna forsjár, lögheimilis og umgengni, en einnig ef takmarka þarf umgengni barns við foreldri þess eða foreldra til að tryggja hagsmuni barnsins með það í huga sem barninu er fyrir bestu. Stundum getur verið rétt að takmarka umgengni barns við foreldri þess fyrir því geta verið ýmsar ástæður eins og t.d að barnið sjálft vill frekar búa hjá öðru foreldrinu en hinu af einhverjum ástæðum, sem þurfa ekki endilega að vera ógn við barnið, heldur geta verið að vinir barnsins séu nær öðru heimilinu en hinu og því vilji barnið frekar búa þar. En svo eru líka dæmi þess að börn verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðingu af hendi foreldris, sem ætti ekki að líðast í nútíma þjóðfélagi, lögð verða til grundvallar lög og dómar varðandi takmörkun umgengni. Skoðað verður hvort réttur barna hafi breyst með fullgildingu barnasáttmálans þá með tilliti til þess hvort hans er getið í dómum eða á honum byggt í dómaframkvæmd. Óhjákvæmilegt er að því fylgi mikill ótti, sorg og reiði í lífi barns svo það neiti umgengni við foreldri sitt og sjái sig knúið til að taka slíka ákvörðun. Því mun ég freista þess að svara spurningunni hvenær er rétt að takmarka umgengni barns við foreldri.
The rights of a child are clear, they have right to live, develop and enjoy protection in accordance with their age and development without discrimination. The best interest of the child must always be a priority when decided about the child's affairs. The child's right to express their opinions in matters that concern them, along with the child's opinions regarding contact, as dictated by their age and maturity. Most children who have parents who do not live together enjoy contact with the parent they do not live with, but some children do not enjoy contact, sometimes because they do not want contact or because contact is not in their best interest. Sometimes, it can be important to limit a child's contact with their parent, if there is a risk that the child will be exposed to trauma or violence. Keeping in mind what is best for the child, his will and wishes. If there are circumstances that make it necessary to limit contact, which can be a difficult decision, it is important that a decision is made based on what is best for the child. Legislation in the field of children's rights has developed in the last decades, with increased rights for children, with children's laws and child protection laws together with international laws such as the Convention on the Rights of the Child, which is a positive and important development for children's rights. It will be examined whether the rights of children who have been subject to restrictions on access have changed with the ratification of the Convention on the Rights of the Child, considering whether it is mentioned in judgments or is based on it in case law regarding access. Based on these considerations, it will be examined whether the child's independent will and right of expression is respected when it comes to judicial practice and the temptation to answer the question, when is it right to limit a child's contact with its parent?
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
LokaLokaRitgerð.pdf | 572,37 kB | Open | Complete Text | View/Open |