is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45921

Titill: 
  • Heilsulæsi fólks með kransæðasjúkdóm : megindleg þversniðsrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Kransæðasjúkdómur hefur verið ein algengasta dánarorsök Íslendinga hin síðari ár og einstaklingar með sjúkdóminn búa við hættu á endurteknum kransæðaáföllum. Meðferð áhættuþátta er mikilvæg til að hægja á framgangi sjúkdómsins en í því felst sjálfsumönnun og lífsstíll sem krefst þekkingar og góðs heilsulæsis. Erlendar rannsóknir hafa sýnt lágt heilsulæsi meðal fólks með kransæðasjúkdóm en lítið er vitað um heilsulæsi þessa hóps á Íslandi.
    Markmið: Að lýsa heilsulæsi einstaklinga með kransæðasjúkdóm og greina tengsl heilsulæsis við áhættuþætti, sjúkdómstengda þekkingu, heilsutengd lífsgæði og bakgrunn þátttakenda.
    Aðferð: Lýsandi þversniðs- og sambandsrannsókn. Sjúklingar, innlagðir á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms svöruðu spurningalistum sex mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Gerðar voru líkamsmælingar og gagna var aflað úr sjúkraskrám. Heilsulæsi var metið með Evrópska heilsulæsisspurningalistanum (The European Health Literacy Questionnaire-HLS-EU-Q16-IS) sem inniheldur 16 spurningar (stig 0-16). Heilsulæsi er flokkað í fullnægjandi (stig 13-16), takmarkað (stig 9-12) og ófullnægjandi (stig 0-8). Hreyfing, einkenni kvíða og þunglyndis, þekking og heilsutengd lífsgæði voru metin með spurningalistum. Gögn voru greind með lýsandi tölfræði, óstikuðum tölfræðiprófum og línulegri aðhvarfsgreiningu.
    Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda (N = 343) var 64,3 ár. Meirihluti þeirra var karlkyns (81,3%), bjó í þéttbýli (72,9%) og var með fullnægjandi heilsulæsi (71,7%). Sjúkdómstengd þekking, menntun, einkenni kvíða og þunglyndis, tilfinningalegur þáttur heilsutengdra lífsgæða og að viðkomandi hafi áður lagst inn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms skýrðu 21% af dreifingu heilsulæsis (R2 = 0,21, F = 12,666, df = 6, p<0,001).
    Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um þriðjungur einstaklinga með kransæðasjúkdóm sé með ófullnægjandi heilsulæsi. Hjúkrunarfræðingar geta stutt við heilsulæsi með því að þróa, skipuleggja og veita einstaklingshæfða fræðslu og stuðning svo einstaklingar með kransæðasjúkdóm geti tekið upplýsta ákvörðun er varðar áhættuþætti og sjálfsumönnun.
    Lykilorð: Áhættuþættir, heilsulæsi, kransæðasjúkdómur, kvíði, lífsgæði, megindleg rannsókn, sjálfsumönnun, sjúkdómstengd þekking, þunglyndi, þversniðsrannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Coronary heart disease (CHD) is one of the most common causes of death in Iceland and individuals with the disease are at risk for recurrent events. Risk factor treatment can positively affect disease progression and involves self-care and healthy lifestyle, that depends on knowledge and good health literacy. Research has demonstrated low health literacy among individuals with CHD. However, knowledge about the health literacy of this group in Iceland is limited. Aims: To determine the level of health literacy for individuals with CHD and describe the relationship of health literacy with risk factors, disease related knowledge, health-related quality of life (HRQoL) and background factors. Method: Descriptive cross-sectional and correlational study. Patients hospitalized for CHD answered questionnaires six months from hospital discharge, body measurements were taken, and data were obtained from health records. Health literacy was assessed using the European Health Literacy Questionnaire (HLS-EU-Q16-IS), containing 16 questions (scale 0-16) and classified as sufficient (13–16), problematic (9–12) and inadequate (0–8). Physical activity, symptoms of anxiety and depression, disease-related knowledge and HRQoL, were assessed using questionnaires. Data were analyzed using descriptive statistics, non-paramedical tests, and linear regression. Results: The participants (N = 343) average age was 64.3 years. Most were male (81.3%), lived in urban areas (72.9%) and had sufficient health literacy (71.7%). Disease-related knowledge, level of education, symptoms of anxiety and depression, the emotional aspects of HRQoL and having previously been iv hospitalized for CHD explained 21% of the variability in health literacy (R 2 = 0.21, F = 12.666, df = 6, p<0.001).
    Conclusion: The results indicate that about one-third of individuals with CHD have inadequate health literacy. Nurses can promote health literacy by developing, planning, and providing individualized patient education so that individuals with CHD can take informed decisions regarding risk factor management and self-care.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga styrkti rannsóknina með styrkjum úr Minningarsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar og Rannsókna- og vísindasjóði Maríu Finnsdóttur.
Samþykkt: 
  • 2.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf185,2 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf245,3 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf1,78 MBLokaður til...01.10.2025FylgiskjölPDF
Heilsulæsi fólks með kransæðasjúkdóm. Meistararannsókn.pdf2,77 MBLokaður til...01.10.2025HeildartextiPDF