is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45923

Titill: 
  • Unaðsskömm í lífi fatlaðs fólks : öráreitni og fordómar tengdir kynverund og kynlífi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Að vera fötluð manneskja í heimi sem skapaður er af, og ætlaður ófötluðu fólki veldur því að fatlað fólk þarf sífellt að berjast fyrir tilverurétti sínum. Að vera álitin óhæf með öllu, óæskileg og byrði heldur fötluðu fólki á jaðri samfélagsins og barátta fyrir grundvallarþjónustu, aðgengi og tækifærum til að lifa mannsæmandi lífi verða daglegt brauð. Að baki þessarar jaðarsetningar liggja ableísk og kapítalísk gildi um hvað það þýðir að vera manneskja og hvaða lífum er vert að lifa. Út frá þessum gildum hefur fatlað fólk jafnframt verið stimplað kynlaust og óhæft um að elska og vera elskað. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á upplifun fatlaðs fólks á Íslandi af öráreitni og fordómum sem beinist að kynverund og kynlífi fatlaðs fólks. Leitast er við að greina áhrif öráreitni á tjáningu kynverundar og hvernig fatlað fólk upplifir sig sem kynverur. Um er að ræða eigindlega rannsókn sem byggir bæði á einstaklings- og rýnihópaviðtölum við 13 þátttakendur, sem öll eru fullorðið fatlað fólk með fjölbreyttar skerðingar. Fyrirliggjandi kenningar um öráreitni, ableisma, skömm og hrif eru nýttar til að greina frásagnir þátttakenda. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að öráreitni hefur veruleg áhrif á daglegt líf þátttakenda og ýmsar mótsagnarkenndar staðalmyndir um kynverund og fötlun hafa stýrandi áhrif á líf þeirra. Kristallast þetta meðal annars í hugmyndum um kynleysi fatlaðs fólks og þeirri áherslu að fatlað fólk skuli vera yfirgengilega þakklátt ófötluðum mökum sínum og þar af leiðandi ekki setja nein mörk. Þetta getur haft þær afleiðingar að tjáning kynverundar fatlaðs fólks verði samofin skömm.

  • Útdráttur er á ensku

    Being a disabled person in a world created by, and for, non-disabled people forces disabled people to constantly fight for basic human rights. Being regarded as incapable, undesirable and a burden, holds disabled people at the margins of the society. Behind this marginalisation lies ableist and capitalist values that dictate what it means to be human and what kind of lives are worth living. Based on these values, disabled people are also seen as asexual and assumed to lack the agency to love and being loved by others. The goal of this research is to shed light on microaggressions that are directed to disabled people’s gender and sexual identities. This is a qualitative study based on both individual interviews and focus groups with 13 participants, all of whom are disabled adults with diverse impairments. Existing theories on ableism, shame, desire, and affect are used to analyse the participants' narratives. The main findings of the research shows that microaggression is a leading factor in disabled people’s daily lives and that it requires constant reaction. One of the manifestations of microaggression is the idea that disabled people are infantilized or seen as asexual. The message that participants receive is that they should be grateful to have a partner thus they have little room to make demands or set boundaries. When expressing their sexuality, it is often accompanied with the feeling of shame.

Samþykkt: 
  • 2.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð EGÁ Unaðsskömm í lífi fatlaðs fólks.pdf1,94 MBOpinnPDFSkoða/Opna