Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4593
Frá efnahagshruninu haustið 2008 þegar þrír stærstu bankar landsins fóru í gjaldþrot urðu miklar breytingar í íslensku lagaumhverfi. Mörg af þeim lögum er voru sett hafa áhrif á önnur lög, bæði var ákvæðum kippt úr sambandi og heilu lögunum vikið til hliðar. Því fannst höfundi áhugavert að kanna þær meginreglur sem gilda þegar lög hafa afturvirk áhrif og þá aðallega lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Ákvæði laganna voru skoðuð með hliðsjón af þeim lögskýringagögnum er með þeim fylgja, dómum sem hafa fallið vegna afturvirkni laga ásamt skrifum fræðimanna um efnið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bjarney_rut_fixed.pdf | 482.68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |