is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45930

Titill: 
 • "Orð geta verið ógeðslega ljót þau geta oft verið verri en höggin" : reynsluheimur kvenna af sambúð með maka með áfengisvanda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur:
  Fjölskyldumeðlimir þeirra sem glíma við áfengisvanda upplifa oft skömm, kvíða og sektakennd. Makar þeirra upplifa oft mikla streitu, álag og vanlíðan sem getur leitt til andlegra, líkamlegra og félagslegra vandamála, sem getur valdið félagslegu rofi og einangrun.
  Tilgangur rannsóknar:
  Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða reynslu kvenna sem hafa verið í sambúð með maka með áfengisvanda. Markmiðið er að að dýpka skilning og auka þekkingu á reynslu þeirra. Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla kvenna sem hafa búið með maka með áfengisvanda?
  Aðferð:
  Fyrirbærafræðileg aðferð Vancouvers skólans var notuð til að svara rannsóknarspurningunni. Þátttakendur voru sjö konur sem höfðu reynslu af því að hafa búið með með maka með áfengisvanda. Við val á þátttakendum var horft til þess að konurnar hefðu verið búsettar víða um landið á meðan á sambúðinni stóð.
  Niðurstöður:
  Konurnar áttu það allar sammerkt að sambúðin hafði haft mikil og neikvæð áhrif á þær, andlega, líkamlega og félagslega. Þær áttu allar áfallasögu úr æsku sem skerti færni þeirra til að takast á við lífið og mynduðu þær óheilbrigð tengsl. Niðurstöður voru greindar í fjögur þemu: Ofbeldi í sambúð, vanlíðan, streita og heilsufar, skömm, feluleikur og félagsleg einangrun og áföll og erfið upplifun í æsku.
  Ályktun:
  Sambúð með einstaklingi með áfengisvanda getur haft víðtæk áhrif á líðan og félagslega virkni maka hans og fjölskyldu. Fyrri áfallasaga getur gert einstaklinginn varnarlausari gegn frekari áföllum og ofbeldi síðar á lífsleiðinni. Rannsóknin getur aukið þekkingu og dýpkað skilning á reynslu kvenna af sambúð með maka með áfengisvanda. Þær voru allar með áfallasögu úr æsku sem gæti hafa gert þær varnalausari fyrir frekari áföllum og ofbeldi. Niðurstöðurnar gefa mikilvægar ábendingar og frekari rannsóknir þarf til að kanna hvaða úrræði henti best fyrir konur í þessari stöðu.

 • Útdráttur er á ensku

  Background:
  Family members with alcohol problem often experience shame, anxiety and guilt. Their partners often experience high levels of stress, strain and distress which can lead to both mental, physical and social problems, which can cause social isolation and isolation.
  Aim:
  The purpose of the study is to examine the experience of women who have been in a relationship with a partner with an alcohol problem. The goal is to deepen the understanding and increase knowledge of their experiences. The research question is: What is the experience of women who have lived with a partner with an alcohol problem?
  Method:
  The phenomenological method of the Vancouver school was used to answer the research question. The participants were seven women who had experience of living with a partner with an alcohol problem. When choosing the participants, care was taken to ensure that the women had lived in different parts of the country during their cohabitation.
  Result:
  The women all had in common that the cohabitation had a great negative effect on them, mentally, physically and socially. They also all had in common a history of childhood trauma that reduced their coping skills and created unhealthy relationships. Results were analyzed into four themes: Violence in relationship, distress, stress and health, shame, hiding and social isolation and traumas and difficult experiences in childhood.
  Conclusions:
  Living with a person who has an alcohol problem can have a wide-ranging effect on their partner's well-being and social functioning. A past history of trauma can make a person more vulnerable to further trauma and violence later in life. The research can increase knowledge and deepen understanding of women´s experiences of living with a partner with an alcohol problem. They all had a history of trauma from their childhood, which may have made them more vulnerable to further trauma and violence. The result provide important suggestions and further research is needed to investigate which resources are most suitable for women in this situation.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.09.2025
Samþykkt: 
 • 2.11.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45930


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÓLS_Reynsluheimur kvenna af sambúð með maka með áfengisvanda_Skemman.pdf1.65 MBLokaður til...30.09.2025PDF