is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45931

Titill: 
  • Heilsulæsi eldri einstaklinga og áhrifaþættir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Eldra fólki fjölgar ört í heiminum. Í heilbrigðisstefnu á Íslandi til ársins 2030 var eitt af markmiðunum að heilbrigðisþjónusta á Íslandi sinnti markvissu starfi til að efla heilsulæsi. Einfaldasta og skilvirkasta leiðin til að bæta heilsu þjóðarinnar var að bæta heilsulæsi einstaklinga. Þegar talað var um heilsulæsi voru eldri einstaklingar oft sérstakt áhyggjuefni þar sem þeir voru í meiri hættu á að glíma við ýmis langvinn veikindi og þurftu í auknum mæli að fást við þau heima.
    Tilgangur heimildasamantektarinnar var að skoða heilsulæsi eldri einstaklinga 65 ára og eldri og þá þætti sem höfðu áhrif á heilsulæsi þeirra.
    Aðferð: Samþætt heimildasamantekt (e. integrative review) þar sem gerð var kerfisbundin leit í fjórum gagnasöfnum að vísindagreinum sem birtar voru á árunum 2017 til 2022. Notuð voru leitarorðin health literacy og older people. Leitin var sett upp í PRISMA-flæðirit. Tuttugu vísindagreinar mættu inntökuskilyrðum og voru greindar og settar upp í töflu.
    Niðurstöður: Í nánast öllum vísindagreinunum sem voru greindar var meiri hluti eldri einstaklinganna með takmarkað heilsulæsi. Heilsulæsi fór minnkandi með hækkandi aldri. Ýmsir bakgrunnsþættir höfðu neikvæð áhrif á heilsulæsi eins og hærri aldur, minni menntun, minni vitræn geta og verri félagsleg staða. Einstaklingar með takmarkað heilsulæsi áttu erfiðara með að skilja, nálgast og nota heilbrigðistengdar upplýsingar. Heilsulæsi hafði áhrif á getu til að sinna sjálfsumönnun í langvinnum sjúkdómum og gott heilsulæsi dró úr líkum á hrumleika. Eldri einstaklingar með betra heilsulæsi voru líklegri til að geta tekið virkan þátt í heilbrigðiskerfinu.
    Ályktanir: Samantektin leiddi í ljós mikilvægi heilsulæsis til að finna, skilja, meta og nota heilbrigðistengdar upplýsingar. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir áhrifum heilsulæsis hjá eldri einstaklingum með minni menntun, fátækt og minna félagslegt net. Einnig þarf að vera vakandi fyrir heilsulæsi meðal annars með tilliti til einkenna hrumleika og sjálfsumönnunar. Með bættu heilsulæsi er hægt að bæta heilbrigðisástand eldri einstaklinga.
    Lykilorð: Heilsulæsi, eldri einstaklingar, sjálfsumönnun, hrumleiki, lyf, MMSE, heilsulæsi stofnana, heilbrigðisstarfsfólk, samþætt heimildarsamantekt, prisma flæðirit

  • Útdráttur er á ensku

    Intro: The rate of population aging is rising rapidly worldwide and today, around 20-30% of the nation is over the age of 60. Health Policy: A policy for Iceland’s health services until 2030 had among its goals that Icelandic health services work towards increasing health literacy among individuals. The simplest and most efficient way to increase the health of a nation is to increase the healty literacy of its citizens. Of particular concern in health literacy are older adults, who are at higher risk of having long-term illnesses and are increasingly having to manage their illnesses at home.
    The purpose of the integrative review is to examine the health literacy of older adults 65 years and older and the factors influenced their health literacy.
    Method: An integrative review was performed, where four databases were systematically searched for scientific papers published between 2017-2022. The keywords used were health literacy and older adults. The search was mapped using a PRISMA flow diagram. Twenty scientific papers met the criteria, were analyzed and mapped.
    Results: In nearly all the papers analyzed, the majority of older adults had limited health literacy. Health literacy declined as age increased. Individuals over the age of 76 were most liklely to have limited health literacy. Several background factors negatively affected health literacy, including increased age, lower education, lower cognitive function and worse social support. Individuals with limited health literacy were less able to understand, access and use health-related information. Health literacy also affects the ability to self-care for long-term illnesses and good health literacy decrease risk of frailty.Older adults with high health literacy are more likely to be able to take an active part in the healthcare system.
    Conclusion: The results demonstrated the importance of health literacy in the ability to find, understand, evalute and utilize health-related information. It is important to monitor the effects of health literacy in elderly individuals with lower education, in poverty or with worse social support. They also showed the importance of monitoring health literacy in regarding frailty and ability to self-care. By improving health literacy, it is possible to improve the health of elderly individuals.
    Keywords: Health-literacy, older adults, self-care, frailty, medication, MMSE, Organisational health literacy, healthcare workers, integrative review, prisma flow diagram

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 12.10.2026
Samþykkt: 
  • 2.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilsulæsi eldri einstaklinga- Ólöf Birna Sveinsdóttir- skemman.pdf825,06 kBLokaður til...12.10.2026PDF