Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45933
Bakgrunnur: Starfsendurhæfing miðar að því að auka samfélagsþátttöku og lífgæði þeirra sem þjónustuna sækja og heilsutengdar upplýsingar gegna mikilvægu hlutverki í því ferli. Heilsulæsi er samspil einstaklings- og umhverfisþátta við að nálgast, skilja, meta og nota heilsutengdar upplýsingar svo einstaklingar geti tekið rökstuddar ákvarðanir um heilsuna og ratað um þjónustukerfi. Takmarkaðar upplýsingar eru til um heilsulæsi innan starfsendurhæfingar en rannsóknir benda til að fólk í starfsendurhæfingu sé líklegra til að mælast með lakara heilsulæsi en almenningur.
Tilgangur rannsóknar: Að kanna áhrif einstaklings- og umhverfisþátta á heilsulæsi fólks í starfsendurhæfingu.
Aðferð: Eigindleg tilfellarannsókn þar sem gögnum var aflað með átta einstaklingsviðtölum við notendur starfsendurhæfingar og einu rýnihópaviðtali með sjö starfsmönnum starfsendurhæfingar. Þemagreining Braun og Clarke var nýtt við greiningu gagna.
Niðurstöður: Niðurstöður eru settar fram í tveimur meginþemum, umhverfis- og einstaklingsþættir. Notendur og ráðgjafar voru sammála um mikilvægi aðgengis að upplýsingum við hæfi og að þar séu ýmsar hindranir. Þar má nefna viðhorf, kostnað, biðlista, orðfæri, flókið ,,kerfi“ og skort á fræðslu á viðurkenndum upplýsingaveitum. Notendur og ráðgjafar höfðu hugmyndir af umbótum eins og að draga úr kostnaði sérfræðiþjónustu, minnka biðlista, samþætta upplýsingaveitur, einfalda orðalag og auglýsa upplýsingaveitur frekar. Einnig kom fram að fyrri reynsla og trú á eigin getu höfðu töluverð áhrif á upplýsingaleit.
Ályktun: Ýmis áhrif má finna, í flóknu samspili einstaklings- og umhverfisþátta, á heilsulæsi fólks í starfsendurhæfingu. Umhverfisþættir gegna þar höfuðmáli og er mikilvægt að bæta skipulag þjónustu, framboð og framsetningu heilsu upplýsinga. Mögulega gætu starfsendurhæfingarstöðvar orðið þær fyrstu til að innleiða ferla heilsutengdra stofnana og þannig koma til móts við margar af hindrunum sem notendur upplifðu. Séu umbætur gerðar hefur fólk jafnari möguleika á að efla eigið heilsulæsi, nýta starfsendurhæfingarþjónustu til fullnustu og öðlast aukin lífsgæði.
Lykilorð: Heilsulæsi, einstaklingsþættir, umhverfisþættir, heilsulæsar stofnanir, heilsutengdar upplýsingar, starfsendurhæfing, aðgengi, eigindleg rannsókn, tilfellarannsókn, margprófun.
Background: Vocational rehabilitation aims to increase community participation and quality of life of service users, health information plays an important role in that process. Health literacy is about the interaction between individual and environmental factors in accessing, understanding, evaluating and using health related information. Limited information is on health literacy among people in vocational rehabilitation, but studies indicate that they are more likely to have poorer level of health literacy than the general population. Purpose of research: To investigate the effects of individual and environmental factors on health literacy of people in vocational rehabilitation. Method: A qualitative case study where data was obtained through eight individual interviews with vocational rehabilitation service users and one focus group with seven vocational rehabilitation workers. Results: Results are presented in two main themes, environmental- and individual factors. Participants in the study agreed on the importance of access to appropriate information and identified various obstacles. They iv include attitudes of healthcare workers, costs, waiting lists, terminology, complex "systems" and lack of education on authorized information sources. Participants had some ideas for improvements such as reducing costs of specialist services, reducing waiting lists, integrating information sources, simplifying vocabulary and advertising information sources better. It was also observed that previous experience and self confidence had a considerable effect on information seeking. Conclusion: Various effects can be found, in the complex interaction of individual and environmental factors, on health literacy of people in vocational rehabilitation. Environmental factors play a key role, and it is important to improve organization services, availability and presentation of health information. Potentially, vocational rehabilitation centers could be the first to implement processes of health literate organizations, thereby addressing many of the barriers experienced by service users. If reforms are made, people have more equal opportunities to improve their own health literacy and make full use of vocational rehabilitation services.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni október2023.pdf | 1,46 MB | Lokaður til...31.10.2025 | Heildartexti |