is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45934

Titill: 
  • "Suma daga nær maður ekki höfðinu upp úr vatninu" : reynsla hjúkrunarfræðinga af starfi teymisstjóra í heimahjúkrun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Bakgrunnur: Sú þjónusta sem heilbrigðiskerfið býður upp á til almennings er í stöðugri þróun til þess að mæta þörfum notenda. Heimahjúkrun er þjónustuform sem ætlað er að mæta hjúkrunarþörfum og aðstoða skjólstæðinga við að vera sem mest sjálfbjarga heima. Teymisstjórar í heimahjúkrun hafa yfirumsjón með ákveðnum teymum sem fara inn á heimili fólks og bera ábyrgð á að skjólstæðingar fái þá þjónustu sem þeir þurfa.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða starf teymisstjóra heimahjúkrunar til þess að varpa ljósi á umfang og ábyrgð starfsins og hvaða leiðsögn og stuðning teymisstjórar fá til þess að takast á við starfið.
    Aðferð: Notuð var eigindleg aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við 10 starfandi teymisstjóra innan heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgar-svæðisins. Við greiningu gagna var stuðst við vinnulag grundaðrar kenningar og niðurstöður settar fram í flokkum sem lýsa umfangi, starfsaðstæðum og stuðningi í starfi.
    Niðurstöður: Teymisstjórunum gekk misjafnlega að hafa yfirsýn yfir allt sem tilheyrði starfinu og að forgangsraða verkefnum. Við það skapaðist álag sem meðal annars leiddi til þess að mörgum reyndist erfitt að skilja á milli vinnu og einkalífs. Dæmi voru um að teymisstjórar upplifðu kvíða þegar umfangið varð of mikið. Einnig gat verið áskorun að viðhalda dagsskipulagi og bregðast við breytingum með stuttum fyrirvara. Starfsaðstæður í heimahúsum voru mismunandi og aðstæður til hjúkrunar oft erfiðar. Teymisstjórar fengu litla aðlögun í upphafi starfs en meirihluti þeirra var með stutta starfsreynslu. Stuðningur fyrir teymisstjórana var þó til staðar ef þeir báru sig eftir honum sjálfir.
    Ályktun: Teymisstjórastarfið er umfangsmikið starf og töluvert álag sem því fylgir. Niðurstöður sýna að hlúa þarf betur að teymisstjórum og þá sérstaklega þeim sem eru nýir í starfi og veita þarf betri stuðning til þess að takast á við þetta krefjandi starf.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Background: The healthcare system’s services to the public are constantly evolving to meet users’ needs. Home care is a service designed to meet nursing needs and help clients be as self-sufficient as possible at home. Certain teams are responsible for going into people’s homes and overseeing these teams are team leaders who are responsible for making sure clients get the services they need.
    Purpose: The purpose of the research is to examine the job of home care team leaders to shed light on the scope and responsibility of the work and what guidance and support team leaders receive in order to cope with the work.
    Method: A qualitative methodology was used where interviews were conducted with ten working team leaders within the home care of the Capital Region Health Care (Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins). When analyzing the data, the working method of grounded theory was used, and the results were presented in categories that describe the scope, working conditions and support at work.
    Results: The team leaders had varying degrees of success in having an overview of everything that belonged to the job and had to prioritize tasks which created pressure which, among other things, led to many finding it difficult to distinguish between work and private life. There were examples of team leaders experiencing anxiety when the scope became too much. It could be a challenge to maintain a daily schedule and they had to respond to changes at short notice. The working conditions in clients’ homes were different and the conditions for nursing were often challenging. The team leaders received little adjustment at the beginning of their work, but most of them had short work experience. However, support was available if they asked for it themselves.
    Conclusion: The team leader job is an extensive job, and a considerable amount of stress comes with it. The results show that better care is needed for team leaders, especially new ones, and better support is needed to cope with this demanding job.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 05.10.2026
Samþykkt: 
  • 2.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna_MSverkefni_Efnisyfirlit.pdf127.65 kBLokaður til...05.10.2026EfnisyfirlitPDF
Sunna_MSverkefni_Heimildaskrá.pdf162.44 kBLokaður til...05.10.2026HeimildaskráPDF
Sunna_MSverkefni_2023.pdf556.71 kBLokaður til...05.10.2026HeildartextiPDF