is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45935

Titill: 
  • „Vanlíðan mín var birtingarmyndin“ : reynsla kvenna af því að alast upp við fíknivanda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar: Margir einstaklingar hafa alist upp við fíknivanda
    foreldra sem flokkast sem tengslaáföll. Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli
    þess að alast upp við skaðlega reynslu í æsku og að glíma síðar á ævinni við
    tilfinningalega, líkamlega og félagslega erfiðleika. Tilgangur rannsóknar var að skoða reynslu kvenna sem hafa alist upp við fíknivanda foreldra með það að markmiði að dýpka skilning og auka þekkingu á áhrifum og afleiðingum þess. Rannsóknaraðferðin var eigindleg, fyrirbærafræðileg rannsókn, Vancouverskólinn í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru tíu konur sem allar ólust upp við fíknivanda annars eða beggja foreldra. Tekin voru tvö viðtöl við hvern þátttakanda að undanskildum einum,, samtals 19 viðtöl. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur upplifðu tilfinningalegar, líkamlegar og félagslegar afleiðingar í kjölfar þess að hafa alist upp við fíknivanda foreldra. Áhrifa gætti einnig gagnvart getu til náinna tengsla síðar á ævinni. Niðurstöðurnar voru greindar í fjögur meginþemu: „Ég þurfti aldrei að láta hugga mig“, „Að hafa aldrei átt foreldri en tvo á lífi“, „Ég var greind með alls konar“ og „Af hverju gerði enginn neitt?“ Undirþemun voru: Öryggisleysi og ófyrirsjáanleiki, ábyrgð, tilfinningalegt og líkamlegt ofbeldi; tengsl við föður, tengsl við móður, tengsl á fullorðinsárum, verndandi þættir; kvíði og depurð, sjálfsmynd og traust, fíknivandi og sjálfsskaði, líkamleg heilsa og skilningur og fræðsla. Ályktun: Að alast upp við skaðlegar aðstæður líkt og við fíknivanda foreldra getur valdið tilfinningalegum, líkamlegum og félagslegum erfiðleikum á
    fullorðinsárum. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk og annað fagfólk vinni út
    frá áfallamiðaðri nálgun og hafi haldbæra þekkingu á áhrifum og afleiðingum
    sálrænna áfalla. Jafnframt að litið sé til reynslu einstaklinga frá barnsaldri þegar
    leitað er aðstoðar vegna slíkra einkenna. Mikilvægt er að huga að verðandi
    foreldrum og auka fræðslu um áhrif tengslaleysis og vanvirkra uppeldisaðferða
    og hvernig skaðleg mynstur í fjölskyldum flytjast kynslóða á milli. Áríðandi er
    að grípa inn í skaðlegar aðstæður barns og gefa börnum fleiri tækifæri til að tjá
    sig búi þau við erfiðar aðstæður. Lykilorð: Sálræn áföll, tengslaáföll, fíknivandi, ACE-rannsóknin, tilfinningalegir, líkamlegir og félagslegir erfiðleikar, fyrirbærafræði, eigindleg rannsóknaraðferð, Vancouver-skólinn.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Many children have experienced relational trauma, e.g. where
    they have growned up in a household where their parents have substance use
    problem. Prior research reveals that the effect and consequences of childhood
    trauma is related to healthcare problems in adult life. The purpose of this study was to explore the experience of women who have grown up with parental problem substance use to deepen the understanding and increase knowledge of the consequences they experienced. The research methodology was the Vancouver school of doing phenomenology. Participants were ten women who had growned up with a parental problem substance use. Two interviews were conducted with all but one participant, 19 interviews in total. Results: The main finding is that the participants all experienced emotional and physical difficulties in their adult life as consequences of their upbringing. In addition, some reported relational difficulties in their romantic relationships. Four main themes were identified: „I didn´t have the need to be comforted“, „Having never had a parent but having two alive“, „I was diagnosed with various conditions“ and „Why didn´t someone do something?“.
    Conclusion: The results indicate that growing up with parental problems
    substance use has both emotional and physical consequences in adult life. It is
    important that health professionals are trauma informed, have the knowledge
    and understanding of how trauma in early life impacts emotional and physical
    health of the individual seeking help. It is critical to educate and inform soon to be parents of how disfunctional patterns and attachment issues can transfer
    through generations. It is essential to help children and give them more opportunity to tell someone if they are living in harmful situations. Keyword: Psychological trauma, relational trauma, problem substance use, ACE study, emotional, physical and social problems, phenomenology, qualitative method, Vancouver-school.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.10.2026
Samþykkt: 
  • 2.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vagnbjorg_MA_25.8.23.pdf2.81 MBLokaður til...01.10.2026HeildartextiPDF