is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4594

Titill: 
  • Um stjórnskipulegan neyðarrétt : fara lög nr. 125/2008 á einhvern hátt gegn stjórnarskrá? : ef svo er hvers konar neyðarréttarleg sjónarmið geta réttlætt þau? : stjórnskipunarréttur
Titill: 
  • On constitutional crisis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 7. október 2008, tóku gildi lög nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði ofl. Lögin voru sett þegar þegar fyrirsjáanlegt var að íslensku bankarnir Glitnir, Landsbanki og Kaupþing kæmu til með að falla og hafa í daglegu talið verið kölluð neyðarlögin. Lögin voru umdeild og fannst höfundi áhugavert að reyna að varpa ljósi á lögfræðilega merkingu hugtaksins stjórnskipulegur neyðarréttur. Í því samhengi spyr höfundur hvort neyðarlögin fari á einhvern hátt þannig gegn stjórnarskrá að þau þarfnist réttlætingar og ef svo er hvers konar neyðarréttarleg sjónarmið geti réttlætt neyðarlögin. Meginreglan um neyðarrétt, er grundvölluð á því að við ákveðnar aðstæður verði nauðsyn ríkari eða rétthærri lögum. Stjórnskipulegan neyðarrétt má skilgreina þannig að neyðartilfelli geri þær aðgerðir ríkisvaldsins sem venjulega væru stjórnarskrárbrot, réttlætanlegar vegna neyðarréttar.
    Þau efnisatriði sem orka helst tvímælis í neyðarlögunum með hliðsjón af stjórnarskrá snúa einkum að mannréttindaákvæðum hennar. Þegar stjórnvöld taka íþyngjandi ákvarðanir sem snúa að stjórnarskrárvernduðum mannréttindum, þarf sérstaklega að gæta meðalhófsreglunnar og sýna fram á nauðsyn takmörkunarinnar. Af því leiðir að setji löggjafinn lög sem hafi fyrrgreind áhrif þá hafi ekki aðrir og vægari kostir verið í stöðunni til að vinna bug á því ástandi sem komið er upp. Hægt er að færa rök fyrir því að lög nr. 125/2008 hafi getað haft áhrif á stjórnarskrárvarin réttindi. Hins vegar er hægt að réttlæta lagasetninguna með því að efnahagslegur neyðarréttur hafi verið til staðar þegar lögin voru sett.

Samþykkt: 
  • 24.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigrun_rosa_fixed.pdf733.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna