is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45943

Titill: 
  • Fjölmenning og kirkjugarðar Forsendur fyrir hönnun og skipulag kirkjugarða
  • Titill er á ensku Multiculturalism and cemeteries – Considerations for the design and organization of cemeteries
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Trúarlegur margbreytileiki er staðreynd í íslensku samfélagi og miðað við tölur frá Hagstofu Íslands fer meðlimum innan þeirra hópa stækkandi. Með aukinni hnattvæðingu koma fjölbreyttir menningarhópar inn í íslenskt samfélag í leit að öryggi og betri kjörum en í sínu heimalandi. Með þessum nýju straumum fylgja nýjar hefðir, nýjar áherslur og öðruvísi nálgun á hin hefðbundnu athafnir í daglegu lífi. Dauðinn er óhjákvæmilegur og öll viljum við kveðja og minnast hinn látna með fullri virðingu fyrir hans bakgrunn, einstaklingar sem kjósa óvígðan grafreit eða reit sem snýr í þá átt sem hann biður sínar bænir til, þá þarf að taka tillit til þeirra hefða í kirkjugörðum hér á Íslandi.
    Í þessu verkefni verður fjallað um þær forsendur sem ólíku trúarbrögðin setja fram þegar kemur að útför. Farið verður yfir sögulega atburði hér á landi sem og erlendis þegar grípa þurfti inn í að hafa kirkjugarða fyrir ólík trúarbrögð. Gert verður grein fyrir sögu og þróun kirkjugarða á Íslandi og greining var gerð á þeim yngri görðum sem eru í fullri notkun í dag ásamt þeim sem eru sýndir á deiluskipulagi hjá Reykjarvíkurborg og Akureyrarbæ. Tekið var saman alla þá þætti svo hægt væri að útbúa garð fyrir fjölbreytt trúarbrögð þar sem fjölmenningar samfélagið kemur saman á einn stað.

Samþykkt: 
  • 23.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Margrét Valdimarsdóttir.pdf4.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna