is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45944

Titill: 
  • Samkenndarþreyta og samkenndarsátt meðal félagsráðgjafa: Yfirlitssamantekt.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Félagsráðgjafar starfa á fjölbreyttum vettvangi þar sem þeir vinna með einstaklingum, hópum og fjölskyldum þar sem margir hafa orðið fyrir áföllum í lífi sínu. Þegar þeir vinna með áföll og sársauka annarra eykur það líkur á að þeir upplifi samkenndarþreytu sem getur haft neikvæð áhrif á fagleg lífsgæði þessa hóps. Aftur á móti getur sú ánægja sem þeir finna við að veita öðrum aðstoð aukið fagleg lífsgæði þeirra og ýtt undir samkenndarsátt. Þessi rannsókn er yfirlitssamantekt (e. scoping review) sem unnin er eftir aðferðafræði PRISMA (e. Preferred Reporting Items for Systematic Reviews and Meta-Analyses). Gögnum var safnað í gegnum gagnagrunna PubMed, ProQuest og Scopus frá maí til október 2023. Notuð voru leitarorðin compassion fatigue, compassion satisfaction, social work, child care work og ProQOL. Alls uppfylltu 14 greinar inntökuskilyrði og voru lesnar í heild sinni. Leitin gaf upphaflega 917 greinar þar sem skimaðir voru titlar og útdrættir og tvítekningar voru fjarlægðar. Leitast var við að svara hvaða þættir ráða mestu um samkenndarsátt og samkenndarþreytu hjá félagsráðgjöfum.
    Helstu niðurstöður sýna að bæði persónutengdir og vinnutengdir þættir geta haft áhrif. Persónutengdir þættir eru sjálfsrækt, persónuleg ánægja, seigla, hjálpfýsi og ánægja af því að láta gott af sér leiða. Vinnutengdir þættir eru starfsánægja sem felur í sér stuðning í starfi, jákvætt vinnuumhverfi, hæfilegan fjöldi vinnustunda, gagnkvæmt traust til yfirmanns og samstarfsfélaga, þyngd mála og umfang áfalla skjólstæðinga. Niðurstöður varpa ljósi á nauðsyn þess að stefnumótendur séu meðvitaðir um mikilvægi þess að horfa til bæði einstaklings- og skipulagsþátta þegar þeir móta leiðir sem geta aukið samkenndarsátt og dregið úr samkenndarþreytu meðal félagsráðgjafa.
    Lykilorð: Samkenndarþreyta, samkenndarsátt, ProQOL, félagsráðgjöf, vinnuumhverfi

  • Útdráttur er á ensku

    Social workers work in various settings, assisting individuals, groups and families who have experienced trauma in their lives. When frequently exposed to the trauma and pain of others, social workers are more likely to experience compassion fatigue, which can adversely impact their professional quality of life. Conversely, the satisfaction they feel in helping others, can improve their professional quality of life and promote compassion satisfaction. This study is a scoping review based on the PRISMA guideline (Preferred Reporting Items for Systematic Review and Meta-Analyses). Data was collected through PubMed, ProQuest and Scopus databases from May to October 2023. The keywords used to identify suitable data, included compassion fatigue, compassion satisfaction, social work, child care work and ProQOL. A total of 14 articles met the inclusion criteria and were analysed in their entirety. The search initially returned 917 articles, of which all titles and abstracts were screened and duplicates were removed. The research aimed to identify which factors have the greatest influence on compassion satisfaction and compassion fatigue among social workers.
    The findings indicate that both personal and work related factors can have an effect. Personal factors include self-development, personal satisfaction, resilience, altruism, and the satisfaction of making a positive impact. Work-related factors include the extent of which they are exposed to client trauma, along with job satisfaction from a positive working environment, reasonable working hours, mutual trust with managers and colleagues and a reasonable workload. The findings highlight the importance for policy makers to consider looking at both individual and organizational factors when developing strategies to increase compassion satisfaction and reduce compassion fatigue among social workers.
    Key words: Compassion fatigue, compassion satisfaction, ProQOL, social work, work environment.

Samþykkt: 
  • 24.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing-Lokaverkefni.pdf304.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Samkenndarþreytasamkenndarsátt-JMJ-loka.pdf700.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna