Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45948
Skapandi forysta er ekki bara tískuhugtak sem stjórnendur geta notað til að fegra ímynd sína heldur aðferðafræði sem sífellt aukin krafa er gerð um að sé beitt. Í þessari greinargerð er kafað í kjarna skapandi forystu og nauðsyn hennar í ljósi sívaxandi væntinga starfsfólks og áhrifum hennar á mótun heilbrigðrar vinnustaðamenningar.
Stjórnendur verða að bregðast við breyttum tímum og setja mannauðsmál í forgang. Með því að beita skapandi stjórnarháttum eiga þeir auðveldara með að hlúa að og styrkja vinnustaðamenninguna, efla samheldi teyma og auka starfsánægju sem í kjölfarið gefur af sér aukin afköst og minni starfsmannaveltu. Áhersla greinargerðarinnar liggur á sviði mannauðstjórnunar og hvernig þessi aðferðafræði getur stutt við heilbrigða vinnustaðamenningu, starfsánægju og afköst.
Niðurstöður gera grein fyrir mikilvægi þessarar nálgunar og jákvæð áhrif hennar á teymi. Samhliða greinargerðinni voru unnar kennsluleiðbeiningar fyrir 10e áfanga á framhaldsstigi í skapandi forystu. Áfanginn byggir á innihaldi greinargerðarinnar og hana má finna á PDF formi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA.GunndisEva..pdf | 325,52 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skapandi Verkefnastýring.pdf | 2,49 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 188,11 kB | Lokaður | Yfirlýsing |