is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45954

Titill: 
  • Áfallamiðuð nálgun í starfi með börnum: Frá sjónarhól kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna reynslu kennara af starfi með börnum sem hafa orðið fyrir áföllum í þeim tilgangi að varpa ljósi á þekkingu þeirra og reynslu. Áætlanir stjórnvalda í menntamálum eru í auknu mæli farnar að beinast að sálfélagslegri og líkamlegri líðan nemenda. Vaknaði því upp áhugi á því að kanna hvaða reynslu og þekkingu kennarar búa yfir þegar kemur að áföllum í lífi nemenda og hvort nám kennara veiti nægilegan undirbúning til þess að starfa með börnum sem hafa orðið fyrir áföllum. Sjónum er fyrst og fremst beint að upplifun kennara af starfi með börnum sem orðið hafa fyrir áföllum, hvaða þekkingu grunnmenntun þeirra veitir þeim og hvaða stuðning og þekkingu þeir hafa að leita í þegar unnið er með börnum sem hafa orðið fyrir áföllum. Rannsóknin er eigindleg rannsókn og voru tekin viðtöl við sjö starfandi kennara í tveimur grunnskólum í bæjarfélagi utan höfuðborgasvæðisins. Viðtölin voru tekin á tímabilinu 26. September til 30. Október árið 2023.
    Niðurstöður rannsóknarinnar veita ákveðna innsýn í störf kennara með börnum sem hafa orðið fyrir áföllum og þá þekkingu sem að þeir búa yfir um áföll og birtingamyndir áfalla. Þá veita niðurstöður jafnframt innsýn í hvaða stuðning kennarar fá þegar þeir starfa með börnum sem hafa upplifað áföll. Niðurstöður benda einnig til að starfsreynsla kennara skiptir máli við að þekkja merki og birtingarmyndir áfalla hjá börnum, þeir sem hafa lengri starfsreynslu búa yfir meiri þekkingu en þeir sem hafa starfað skemur. Að auki kemur fram að undirbúningur í kennaranámi sé ekki nægur að mati viðmælenda þegar kemur að starfi á vettvangi skóla með börnum sem hafa orðið fyrri áföllum.
    Lykilorð: Kennarar, áföll, birtingarmyndir áfalla, velferð og farsæld barna.

Samþykkt: 
  • 27.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir MA verkefni til starfsréttinda.pdf736.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing til Skemmu_20231126_0001.pdf903.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF