is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45955

Titill: 
 • Algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku meðal félagsráðgjafarnema
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar er að mæla algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku (e. Adverse childhood experiences/ACEs) á meðal félagsráðgjafarnema við Háskóla Íslands. Hérlendis hefur ekki verið gerð rannsókn áður á algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku hjá félagsráðgjafarnemum og lítið er vitað um þeirra bakgrunn, að undanskildu því sem nemendur láta í ljós við inntökuferli í meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf. Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem send var spurningakönnun til nemenda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, svarhlutfall var 29,6%. Nemendur voru beðnir um að svara ACE spurningalistanum. Spurningalistanum er ætlað að mæla 10 algengustu áföll og erfiðar upplifanir barna á fyrstu 18 árum ævinnar. Til viðbótar var spurt um hvers vegna viðkomandi hefði ákveðið að stunda nám í félagsráðgjöf. Rannsóknarniðurstöðurnar voru bornar saman við aðrar ACE rannsóknir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nemendur í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands hafa líklega upplifað fleiri áföll og erfiðar upplifanir í æsku (e. ACEs) en niðurstöður erlendra ACE rannsókna benda til. Áföll og erfiðar upplifanir í æsku geta haft víðtæk áhrif til fullorðinsára, með tilliti til heilsu og lífsgæða þar af leiðandi er bent á leiðir sem eru færar fyrir kennara og nemendur til að auka vellíðan í námi og draga úr streitutengdum upplifunum eins og áfallatengdri streitu, áfallatengdri kulnun, samkenndarþreytu og kulnun í námi og síðar starfi.
  Lykilorð: áföll og erfiðar upplifanir í æsku, félagsráðgjafarnemar, félagsráðgjöf, streita, kulnun.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the study is to measure the prevalence of adverse childhood experiences (ACEs) among social work students at the University of Iceland. A study on the prevalence of ACEs has not been conducted in this country before among social work students and little is known about their background, except for what the students reveal during the admissions process to master's programs for professional qualifications in social work. The research used a quantitative research method where a questionnaire was sent to social work students at the University of Iceland, the response rate was 29.6%. Students were asked to answer the ACE questionnaire, which is designed to measure the 10 most common adverse childhood experiences of children in the first 18 years of life. In addition, they were asked why they had decided to study social work. The study results were compared with other ACE studies. The results of the study indicate that students in social work at the University of Iceland have experienced higher ACE score in childhood (ACEs) than the results of foreign ACE studies indicate. Adverse childhood experiences can have a cumulative effect on adulthood, on health and quality of life. As a result, it is pointed out which ways are possible for teachers and students to increase well-being in learning and reduce stress-related experiences such as vicarious traumatization, secondary traumatic stress, compassion fatigue and burnout in studies and later in the workplace.
  Key words: Adverse childhood experiences (ACEs), social work students, social work, stress, burnout.

Samþykkt: 
 • 27.11.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð.pdf177 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku meðal félagsráðgjafarnema.pdf717.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna