is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45956

Titill: 
  • ,,Við lifum í dag en á morgun hver veit“. Upplifun og reynsla aðstandenda eftir skyndilegt andlát ástvinar
  • Titill er á ensku "We live today but tomorrow who knows". Experiences of losing a loved one to sudden death.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Dauðinn er jafn mikill hluti af lífinu og það að fæðast. Það kemst enginn í gegnum lífið án þess að deyja. Þegar andlát ber skyndilega að garði getur það valdið miklu áfalli fyrir þá sem eftir sitja. Tölur undanfarinna ára sýna að skyndilegum andlátum hefur fjölgað og er hægt að áætla samkvæmt rannsóknum að um helmingur fullorðinna muni upplifa skyndilegan ástvinamissi (Þóroddur Bjarnason og Sveinn Arnarsson, 2012). Skyndilegt, óvænt eða voveiflegt andlát er um að ræða þegar einstaklingur deyr án fyrirvara. Dæmi um slíkt andlát er þegar viðkomandi verður bráðkvaddur, deyr í slysi eða af slysförum, fellur fyrir eigin hendi, eða deyr eftir stutt veikindi. Þau andlát eru oftar en ekki ótímabær (Bragi Skúlason, 1992).
    Tilgangur þessarar rannsóknar er að veita innsýn inn í upplifun og reynslu þeirra sem missa ástvin skyndilega. Sérstök áhersla er lögð á bata fólks eftir slíkt áfall og að gera grein fyrir hvað sé gagnlegt til að aðstoða fólk til þess að takast á við lífið eftir slíkt áfall, en um leið benda á þá þætti sem hjálpa ekki til í ferlinu.
    Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að margt er sameiginlegt með þeim sem upplifa skyndilegan ástvinamissi, þar má nefna tilfinningar á borð við afneitun, kvíða, þunglyndi, doða og söknuð. Einnig kom fram að stuðningur við syrgjendur skiptir miklu máli í ferlinu þegar fólk tekst á við sorg, ljóst er að takmörkuð úrræði eru í boði fyrir þá sem missa ástvin skyndilega. Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir tengdar umfjöllunarefninu þar sem einblínt hefur verið á hjálplega og hindrandi þætti í kjölfar skyndilegra andláta. Það er mat höfundar að mikilvægt sé að viðeigandi úrræði og stuðningur séu aðgengileg þeim sem verða fyrir ástvinamissi af þessu tagi.

  • Útdráttur er á ensku

    Death is as much a part of life as being born, and no one gets through life without dying. The number of sudden deaths has increased in recent years and it can be estimated according to research that around half of adults will experience the sudden loss of a loved one (Þóroddur Bjarnason and Sveinn Arnarsson, 2012). A sudden or unexpected death is when a person dies without warning. An example of sudden deaths is a suicide, murder, accident, or a death after a very short illness (Bragi Skúlason, 1992). The purpose of this research is to provide an insight into what people go through when they expirence a bereavement in a sudden death. Special emphasis is on people's recovery after such trauma, and the purpose is to provide an insight into what helps people cope with life after, but also to point out the elements that are unhelpful in the process. The results reveal that there is much in common with those who experience the bereavement of this kind, including feelings of denial, anxiety, depression, numbness and aggression. It was also clear that support for mourners is one of the most helpful aspects of grief, but there is an experience of lack of professional support within the healthcare system when experiencing a sudden loss. There has not been many studies in Iceland that focus on helpful and unhelpful factors following sudden deaths. It is the author's opinion that it is important that appropriate resources and support are available to those who experience the loss of a loved one of this type.

Samþykkt: 
  • 27.11.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlýsing_Bergþóra.pdf151,87 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Bei8_Bergthora_Við lifum í dag en á morgun hver veit-.pdf1,09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna