Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45960
Skólaforðun er margþættur vandi sem hefur áhrif á farsæld barna. Mörg börn eiga erfitt með að mæta í skólann og liggja ýmsar ástæður þar að baki. Vanlíðan, námsörðugleikar og skortur á að tilheyra eru orsakir skólaforðunar svo eitthvað sé nefnt. Birtingarmynd skólaforðunar er einnig víðtæk, frá því að skrópa í einstaka tímum yfir í að mæta ekki í skólann í marga mánuði. Mikilvægt er að grípa inn í vandann sem fyrst og stuðla að því að valdefla barn og stuðningsnet þess. Skólaforðun er vaxandi vandamál hérlendis. Með setningu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna er lögð áhersla á að öll þjónusta sem stendur börnum til boða verði samfelld. Þátttaka barna í málum sem snerta þau er mikilvæg og skal markmiðið ætíð vera farsæld barns.
Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka hvernig fagfólk grunnskóla vinnur þverfaglega við að takast á við skólaforðunarvanda, hver hlutverk og verkferlar fagfólks innan skóla eru í skólaforðunarvanda og hvort setning laganna um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna geti haft jákvæðar breytingar í för með sér til að sporna gegn vandanum. Leitast verður svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: „Hvernig tekst fagfólk í stuðningsteymum innan grunnskóla á við skólaforðunarvanda?“ og „Hvernig geta lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna stutt við þegar tekið er á skólaforðunarvanda?“ Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknar þar sem tekin voru rýnihópaviðtöl við 10 fagaðila sem höfðu reynslu af því að starfa í stuðningsteymum innan grunnskóla.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þverfagleg teymisvinna, snemmtæk íhlutun og samstarf heimilis og skóla séu lykilatriði þegar unnið er að farsæld barna. Sem og að vinnulag laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafi jákvæð áhrif á bæði börn, fjölskyldur og fagfólk þegar verið er að vinna gegn skólaforðun. Niðurstöður má nýta til þess að varpa ljósi á vinnulag sem getur reynt árangursríkt við það að styðja börn til aukinnar farsældar með því að vinna gegn skólaforðun.
Lykilorð: Skólaforðun, þverfagleg teymisvinna, farsæld barna, snemmtæk íhlutun, lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
School refusal is a multifaceted phenomenon significantly impacting children's prosperity. Numerous factors, such as discomfort, learning disabilities, and a sense of disconnection, contribute to a child's reluctance to attend school. The spectrum of school refusal manifestations varies from sporadic truancy to prolonged absences. Timely intervention is paramount to empower both the children and their support network. The burgeoning issue of school refusal necessitates proactive measures, and recent legislative developments, exemplified by the Integration of Services in the Interest of Children´s Prosperity Act, underscore the commitment to provide continuous and comprehensive services for children.
This research seeks to investigate the interdisciplinary approaches employed by professionals in primary schools to address school refusal. The study aims to delineate the roles and procedural frameworks of these professionals and assess the potential efficacy of the Integration of Services in the Interest of Children´s Prosperity Act in ameliorating this issue. Two key research questions guide this inquiry: "How do professionals in support teams within primary schools navigate the complexities of school avoidance?" and "To what extent can the Integration of Services in the Interest of Children´s Prosperity Act enhance efforts to counteract school avoidance?"
Utilizing a qualitative research methodology, this study engages in focus group interviews with 10 experienced professionals from support teams within primary schools. The findings highlight the pivotal role of interdisciplinary collaboration, early intervention, and the synergy between home and school in fostering children's success. Moreover, the study underscores the positive impact of the Integration of Services in the Interest of Children´s Prosperity Act on children, families, and professionals combating school refusal. The implications of these findings shed light on effective strategies for supporting children in overcoming school refusal, contributing to the broader discourse on children's prosperity and educational success.
Keywords: School refusal, interdisciplinary collaboration, children's prosperity, early intervention, Integration of Services in the Interest of Children´s Prosperity Act.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 51.92 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MA ritgerð Birta Rún.pdf | 632.7 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |