Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45962
Umönnunarbilið er bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst inn á leikskóla sem oft eru sex til tólf mánuðir. Umfjöllun um umönnunarbilið er iðulega tilvísun í vanda foreldra við að brúa þetta bil. Þegar fæðingarorlofi lýkur fara foreldrar á vinnumarkaðinn og þurfa að sjá barni sínu fyrir gæslu þangað til það kemst á leikskóla. Ritgerð þessi fjallar um þennan vanda og aðkomu afa barnanna að því að brúa þetta bil. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er reynsla afa af stuðningi við barnabörn áður en leikskólaganga hefst? Fjallað er um fæðingarorlofið og leikskólavandann sem við blasir. Þá er fjallað um aðstæður foreldra, aukna þátttöku feðra við uppeldi barna sinna og jákvæð áhrif afa og ömmu á barnabörnin. Auk þess er fjallað um kenningar fræðafólks um hlutverk einstaklingsins út frá aldri og kröfum samfélagsins auk áhrifa tengsla á bæði börn og fullorðna. Tekin voru eigindleg viðtöl við sex afa sem tekið höfðu þátt í umönnun barnabarns á umönnunarbilinu. Fjallað er um hvað einkennir þá sem taka virkan þátt í lífi barnabarna sinna á tímabilinu og hvað þeir eiga sameiginlegt. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að það sem helst einkennir afa sem tekið hafa virkan þátt í umönnunarbilinu er vilji til að leggja áhugamál sín til hliðar svo fjölskyldunni vegni vel. Barnabörnin og fjölskyldan hafa forgang fram yfir aðrar langanir og þarfir afanna. Segja má að forgangsröðun og fórnfýsi sé einkennandi fyrir þá. Þá kom einnig í ljós hversu varnarlausir foreldrar eru án stuðnings afa og annarra ættingja. Það á við um fjármál þeirra, húsnæði sem og möguleika að sinna atvinnu. Í ljósi þess að fáar rannsóknir eru til á Íslandi á þátttöku afa í umönnunarhlutverki barnabarna og í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna og viðhorfa er mikilvægt að varpa ljósi á hlutverk afa og aðkomu þeirra að barnabörnum sínum á umönnunarbilinu.
This thesis addresses the care gap that begins upon the conclusion of maternity leave, extending until the child's entry into kindergarten, typically spanning a duration of six to twelve months in Iceland. This period can be difficult for parents to manage as they have entered the labor market after maternity leave with no place for the child to stay. This study discusses the complexities of this issue, specifically the involvement of grandfathers in bridging the identified care gap. The primary objective of this research is: What is the grandfather's experience of supporting grandchildren before kindergarten starts? The thesis explores the dynamics surrounding maternity leave, the challenges associated with kindergarten placement, the evolving role of fathers in childcare, and the positive impact of grandfathers on their grandchildren. Theoretical perspectives from academia concerning the role of the individual based on age and the demands of society are discussed, as well as the effects of relationships on both children and adults. Furthermore, the study analyzes the profound effects of intergenerational relationships on both children and adults. Data was gathered through qualitative interviews with six grandfathers, actively participating in the care of their grandchildren during the care gap. The analysis aims to identify commonalities among these grandfathers, shedding light on their motivations and characteristics. The primary findings indicate that a pivotal trait among actively involved grandfathers is their readiness to prioritize the well-being of the family over personal interests, demonstrating a pronounced capacity for self-sacrifice. The thesis underscores the essential nature of prioritization and sacrifice in these grandfathers' roles. Additionally, the research illuminates the vulnerability of parents in the absence of grandfatherly support, impacting areas such as financial stability, housing, and employment opportunities. Given the limited scholarship in Iceland regarding the participation of grandfathers in the caregiving role for grandchildren, and considering the evolving societal landscape, this study contributes valuable insights on the role of grandfathers and their involvement in the lifes of their grandchildren during the care gap.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ritgerð_EAFF.pdf | 683,75 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 44,34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |