Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45966
Á Íslandi eru störf félagsráðgjafa innan skóla ekki lögbundin, en víða erlendis er það hins vegar svo, líkt og í Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð. Rannsóknir sýna að álag á kennara hefur aukist undanfarin ár sem tengist auknum fjölbreytileika í nemendahópnum, fjölgun greininga barna og skorti á sérfræðiþekkingu á málefnum innflytjenda og flóttabarna. Í ljósi þess aukna álags sem kennarar standa frammi fyrir er mikilvægt að fjölga fagfólki, eins og félagsráðgjöfum, innan skóla til að mæta betur aukinnar fjölbreytni í nemendahópnum.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun og reynslu kennara af því að hafa starfandi félagsráðgjafa innan grunnskóla með áherslu á að fá fram hversu mikilvægt kennarar telja að nemendum standi til boða félagsleg ráðgjöf innan skóla. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: „Hver er upplifun og reynsla kennara af störfum skólafélagsráðgjafa innan grunnskóla?“
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kennarar telja mikilvægt að hafa skólafélagsráðgjafa starfandi innan skóla, það sé jákvæð viðbót í skólaumhverfið. Upplifun og reynsla kennara sýnir að félagsráðgjafar sinna margvíslegum verkefnum innan skóla og að þeir séu mikilvægir tengiliðir milli heimila og skóla. Auk þess upplifa kennarar skort á fagfólki í flóknum málum. Út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar má draga þá ályktun að mikilvægt sé að fjölga fagfólki í grunnskóla í ljósi þess aukna álags sem skólaumhverfið í heild stendur frammi fyrir. Fram kom að upplifun kennara sé sú að fagleg þekking félagsráðgjafa nýtist þegar kemur að persónulegum málefnum nemenda. Mikilvægt er fyrir skólana að hafa burði til að grípa inn í og aðlaga sig að breyttum aðstæðum og til þess að það sé hægt þarf nauðsynlega að fjölga fagfólki innan skóla þar sem börnin eru. Þannig væri betur hægt að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.
Lykilorð: Skólafélagsráðgjöf, kennarar, þverfaglegt samstarf, farsæld barna.
In Iceland, the profession school social work is not considered a statutory profession. In many countries, the profession has been made statutory, for example in the United States, Finland and Sweden. Research shows that in the recent years, teachers are under increased pressure in their field of work. The increased pressure that teachers are under is related to rising diversity of their students, increased diagnoses among children and lack of expertise in the issues of immigrant and refugee children. In the light of the increased pressure that teachers face, it is important to increase the number of professionals within schools to meet the diverse needs of students.
The aim of this study was to research teachers experience with social workers that work within elementary schools, with emphasis on finding out how important teachers think that students have access to social work within schools. The following research question was answered based on the research results: „What is the experience of teachers with the work of social workers in schools?“
The results of the study show that teachers have a positive experience of social workers working within elementary schools, they are a positive addition to the school enviroment. Teachers experience shows that school social workers carry out a variety of tasks within schools and are important link between homes and schools. In addition, teachers experience a lack of professionals in students complex matters. Based on the results in this study, it can be concluded that it is important to increase the number of professionals in elementary schools in light of the increased pressure that the school enviroment as a whole is facing. This research shows that teachers experience is that the professional knowledge of socal workers is useful when it comes to students personal issues. It is important for the schools to intervene and adapt to changing society and increase the number of professionals within the schools where the children are.
Key words: School social work, teachers, multidisciplinary team, child wellfare.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skh11_MAritgerd.pdf | 940,31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 285,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |