Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45979
Rannsókn þessi rannsakaði reynslu kvenna sem starfa í frumkvöðlastörfum og nýta sér vinnustofu Kjarvals. Tilgangur og markmið rannsóknarinnar var að fá dýpri innsýn í þeirra störf og upplifun á vinnustaðamenningu og birtingarmyndir kynjanna á vinnustofu Kjarvals. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru sjö viðtöl til að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig er upplifun kvenna í frumkvöðlastörfum á störf sín og vinnustaðamenninguna og birtingarmynd kynjanna á vinnustofu Kjarvals? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að allir viðmælendur áttu erfitt með að samþætta vinnu og einkalíf. Það að starfa sjálfstætt gat bæði gagnast þeim við skipulagningu og samþættingu þessara þátta en einnig gert það flóknara. Þær líkuðu allar vel við frelsið sem fylgdi því að vinna sjálfstætt þó sumar upplifðu kvíða og óvissu. Fæstar upplifðu kynbundna mismunun á vinnumarkaði en störfuðu þó nær allar þeirra meira með konum en körlum. Að auki voru viðmælendur almennt mjög ánægðar með vinnustofu Kjarvals. Þær töldu rýmið, andann og vinnustaðamenninguna til fyrirmyndar. Þær töldu starfsemi vinnustofunnar fjölbreytta og þjónustuna framúrskarandi. Margbreytilegar týpur af fólki væru á Kjarval og snobbímynd þjóðarinnar á Kjarval væri ekki raunin. Auk þess væri Kjarval frábær vettvangur til að styrkja tengslanetið. Skemmtanalífið á Kjarval væri gott en stundum aðeins of mikið að mati sumra.
Efnisorð: Samvinnurými, konur í frumkvöðlastarfi, verkefnadrifið hagkerfi
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Skemman_yfirlysing (dragged).pdf | 400,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
| Anna Björk. meistararitgerð.pdf | 1,53 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |