is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45986

Titill: 
  • "Vitnit mikla". Guðsdómar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Guðsdómar (lat. iudicium dei) eða skírslur sem var forn íslenska heiti þeirra, fólu það í sér að guð var kvaddur til vitnisburðar í dómsmáli, til að tjá vilja sinn og ráða málinu til lykta. Þegar guð var látinn bera vitni, birtist vilji hans fyrir mönnum í ytri kennimerkjum. Sakborningur var yfirleitt látinn gangast undir líkamlega raun, en afleiðingar hennar áttu að endurspegla vilja guðs. Niðurstöður sem fengust með slíkri framkvæmd voru lagðar til grundvallar við úrlausn á því hvort kveðinn skyldi áfellisdómur eða sýknudómur yfir þeim manni sem gekkst undir raunina. Tilgangurinn með framkvæmd guðsdóma var að leiða hið sanna í ljós, en óskeikull æðri máttarvöld voru best til þess fallin að afhjúpa sannleikann. Meginefni þessarar ritgerðar er notkun guðsdóma á Íslandi, en einnig verður drepið á notkun þeirra víða um Vesturlönd til þess að varpa skýrara ljósi á aðalefni umfjöllunar. Í fyrsta kafla verður gert grein fyrir uppruna guðsdóma á Vesturlöndum, en síðan verður lýst því hvenær og hvernig framkvæmdin rataði til Íslands. Í öðrum kafla verða einstakar tegundir guðsdóma raktar, en sá hluti umfjöllunar verður einskorðaður við þær tegundir guðsdóma sem notaðar voru hér á landi. Fyrst verður hverri tegund lýst með almennum hætti og gert grein fyrir því hvernig þeim var beitt við úrlausn máls. Því næst verður vísað í viðeigandi ákvæði í íslenskum fornlögum en einnig verða aðrar heimildir nefndar sem veita innsýn í notkun guðsdóma hér á landi. Í þriðja kafla verður gert grein fyrir afstöðu kirkjunnar til guðsdómanna og afskipti hennar af framkvæmd þeirra. Jafnframt verður leitast við að skýra frá hlutverki kirkjunnar við afnám guðsdómanna á Vesturlöndum.

Samþykkt: 
  • 14.12.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - ritgerð.pdf439,95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf57,01 kBLokaðurYfirlýsingPDF