Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45988
Í þessari ritgerð verður fjallað um skyldu seljanda fasteignar til upplýsingagjafar skv. 26. gr. fkpl. og hversu víðtæk sú skylda er. Leitast verður við að varpa ljósi á það hvenær skaðabótaskylda stofnast vegna vanræktrar upplýsingaskyldu í fasteignakaupum. Til að svara þeirri spurningu verður rýnt í íslenska réttarframkvæmd og kannað verður hvernig 26. gr. fkpl. hefur verið túlkuð af dómstólum. Verður sérstaklega litið til þess hversu strangar kröfur eru gerðar til seljanda við veitingu upplýsinga og hvort og þá hvernig aðgæsluskylda kaupanda leggi takmörk á skyldur seljanda. Þá verður einnig fjallað um réttaráhrif vanræktrar upplýsingaskyldu með sérstaka áherslu á skaðabætur. Í lok ritgerðarinnar verður efni hennar svo dregið saman og rannsóknarspurningu svarað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð LOKASKJAL Pdf.pdf | 239.54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 514.49 kB | Lokaður | Yfirlýsing |