is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45989

Titill: 
  • Skaðabætur innan samninga: Sönnun fasteignagalla á grundvelli ljósmynda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ákvörðun um kaup á fasteign er ein af stóru ákvörðunum í lífi fólks, og eru fasteignakaup ein stærstu viðskipti sem einstaklingar eiga í. Flestir einstaklingar kaupa eða selja fasteign að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Eins og í öðrum viðskiptum getur komið upp að hið keypta er, eða er talið vera, gallað. Þegar ágreiningur er um tilvist og umfang galla þarf að sanna það. Ýmsar ástæður geta þó verið fyrir því að meintur galli hafi verið lagfærður og sé ekki lengur tækur til skoðunar. Það þýðir ekki sjálfkrafa að ekki sé hægt að sanna hann, heldur þarf að beita öðrum aðferðum til sönnunar. Það má til að mynda gera með ljósmyndum af meintum gallanum.
    Viðfangsefni ritgerðar þessarar er að varpa ljósi á hvort mögulegt sé að sanna tilvist og umfang fasteignagalla með ljósmyndum, t. d. á galla sem ekki er lengur til staðar þegar bótakrafa er lögð fram. Lengi vel voru reglur um fasteignakaup á Íslandi ólögfestar, og var þá reglum lausafjárkaupa beitt með lögjöfnun. Þar sem stærsti hluti aðila að kaupsamningum eru einstaklingar, sem eiga ekki oft í fasteignaviðskiptum, er ekki hægt að ætlast til þess að þeir þekki flókið regluverk til hlítar. Urðu því kröfur um lagasetningu fasteignaviðskipta meira áberandi og voru að lokum sett lög um fasteignakaup árið 2002, með lögum nr. 40/2002. Í ritgerðinni verður fyrst farið yfir almennar reglur sönnunar í einkamálaréttarfari, eftir það verður fjallað um skaðabætur og sönnun tjóns á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Því næst verður fjallað um sönnunarkosti þegar galli er ekki lengur til staðar og ljósmyndir í því sambandi. Þá verður fjallað um sönnun með ljósmyndum í íslenskum dómsmálum. Í lokin verður niðurstaða dregin af umfjölluninni. Markmiðið er að fá sem gleggsta mynd af því hvort og þá hvaða sönnunargildi ljósmyndir hafa og til hvers litið hefur verið til í dómaframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 15.12.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_loka.pdf315.89 kBLokaður til...31.12.2043HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing MJ.pdf46.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF