is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4599

Titill: 
 • Lifað af poppinu : tekjur í íslenskri dægurtónlist
Titill: 
 • Life in pop : revenue in Icelandic popular music
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um tónlistariðnaðinn á Íslandi með áherslu á tekjuumhverfi íslenskra tónlistarmanna. Er henni ætlað að kortleggja það umhverfi eins og kostur er og sýna þannig hvaðan íslenskir tónlistarmenn geta vænst tekna. Í rannsókninni er gerður samanburður á aðstæðum íslenskra tónlistarmanna og erlendra starfsbræðra þeirra og kannað hvort hérlendir tónlistarmenn þurfi að sækja erlendis til að lifa á tónlist sinni. Einnig er komið inn á hljómplötuútgáfu og sölu sem og aðkomu útgáfufyrirtækja og það hvort íslenskir tónlistarmenn reyni jafnvel frekar að vera sjálfstæðir en að skrifa undir útgáfusamninga.
  Tekin voru viðtöl við níu tónlistarmenn en auk þess hafði höfundur samband við fjórtán aðra tónlistarmenn sem annaðhvort neituðu viðtali eða svöruðu ekki. Meðal helstu niðurstaðna er að spilamennska á böllum, tónleikum, börum, skemmtunum og viðburðum er oftast nefnt sem tekjulind í íslenskri dægurlagatónlist af þeim sem þekkja til iðnaðarins. Dreifingin er þó talsverð og tekjur dægurtónlistarmanna geta komið víða að þótt um litlar upphæðir geti verið að ræða í hvert skipti. Hvað varðar tónlistartengdar aukabúgreinar þá eru session-vinna og tónlistarkennsla helst nefndar til sögunar sem ábatasamar greinar fyrir tónlistarmenn. Hljómplötuútgáfa er ólíkleg til að standa undir sér en mikilvægt er þó fyrir tónlistarmenn að búa yfir uppteknu efni þar sem slíkt getur auðveldað þeim að fá önnur verkefni sem skila tekjum.
  Viðhorf tónlistarmanna til útgáfufyrirtækja eru misjöfn og eru sumir sem telja að slík fyrirtæki arðræni listamenn á meðan aðrir segja þau auka umsvif og séu því til góðs. Mat sérfræðings er þó að flestir myndu þiggja útgáfusamning, væri þeim boðinn slíkur, þar sem álitlegt sé að hafa aðgang að fyrirtæki sem stendur undir upptökukostnaði.
  Líkt og með útgáfufyrirtækin eru viðhorf tónlistarmannana til erlendrar útrásar af tvennum toga. Annars vegar eru þeir sem segja að innlendur markaður sé of lítill, að plötusala standi ekki undir sér og að eina leiðin til að komast í mannsæmandi tekjur sé að ná hljómgrunni erlendis. Hins vegar eru þeir sem segja að það sé ekki alslæmt að vera á litlum markaði, að hlutfall þeirra hljómplatna sem standi undir sér sé það sama hvar sem er í heiminum og að fyrir þá sem tilbúnir eru að vinna fyrir því þá sé vel hægt að lifa af tónlist á Íslandi. Staðreyndin er að litlir markaðir hafa sína kosti og sá fjöldi íslenskra tónlistarmanna sem í raun lifir eingöngu af tónlist sinni, hversu svo takmarkaður sem hann er, afsannar þá kenningu að slíkt sé ekki hægt þó sannarlega geti það reynst mikil vinna.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
 • 24.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sindri_tor_fixed.pdf935.57 kBLokaðurHeildartextiPDF