Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45990
Tilteknar ólögfestar túlkunarreglur hafa mótast í réttarframkvæmd en einnig geta verið settar lagareglur. Túlkunarreglur eru oft notaðar þegar um er að ræða umdeild atriði í samningi. Við túlkun samninga er almennt ekki horft til vilja samningsaðila, heldur er markmið þeirra að staðfesta hverju var lofað þegar samningur var gerður. Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða gildi andskýringarreglunnar í samhengi við vátryggingasamninga. Vátryggingasamningar eru samningar tengdir yfirfærslu á fjárhagslegri áhættu þegar óviss atburður verður gegn iðgjaldi og eru þeir gerðir á milli vátryggingafélags og vátryggingartaka. Andskýringarreglan er ein af þremur túlkunarreglum löggerninga í réttarframkvæmd og kveður á um að umdeild og óljós samningsákvæði skuli túlkuð þeim aðila í óhag sem hefur samið þau einhliða. Ritgerðin er skipulögð á þann hátt að fyrst er fjallað um meginreglur samningaréttar áður en fjallað er um túlkun samninga. Síðan er vikið að andskýringarreglunni með áherslu á vátryggingasamninga og verður farið nánar út í þýðingu reglunnar við túlkun samninga og hvernig reglan verður hluti af vátryggingasamningi. Að lokum verða ályktanir höfundar um andskýringarregluna kynntar og þær dregnar saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman - yfirlýsing.pdf | 5.97 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA - lokaritgerð.pdf | 367.23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |