is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45993

Titill: 
 • Titill er á ensku Misneyting samkvæmt 253. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skilyrði þess að misneytingarákvæðinu verði beitt.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Misneyting kann að vera falið vandamál í samfélaginu en fórnalömbin eru oft á tíðum aldraðir einstaklingar eða fólk sem haldið er andlegum sjúkdómum. Algengt er að þetta séu einstaklingar sem eru háðir aðstoð og umönnun annarra og skapast þá kjörið tækifæri fyrir ósvífna aðila að notfæra sér aðstöðu sína til að afla sér hagsmuna á kostnað hins bágstadda.
  Auðgunarbrot er einn undirflokkur fjármunabrota og er hann bundinn við XXVI. kafla almennra hegningalaga nr. 19/1940 . Auðgunarbrot felast í ólögmætri yfirfærslu á verðmætum til aðila sem ekki hafa rétt til umráða yfir þeim. Eitt einkenni þessara brota er að ásetningur, sbr. 18. gr. alm. hgl. , þarf að vera til staðar svo hægt sé að refsa fyrir þau og dugar gáleysi því ekki til. Ákvæði kaflans eiga einnig það sameiginlegt að fyrir þau skal aðeins refsa hafi þau verið framin í auðgunarskyni, sbr. 243. gr. alm. hgl.
  Hér verður fjallað um misneytingu samkvæmt 253. gr. alm. hgl. sem er eitt þeirra auðgunarbrota sem koma fram í lögunum. Misneytingu er einnig að finna á öðrum réttarsviðum og verður litið til þeirra til hliðsjónar og samanburðar. Dómar sem fallið hafa um 31. gr. samningalaga nr. 7/1936 koma þá til skoðunar við skýringu 253. gr. alm. hgl. ásamt dómum frá Danmörku sem fallið hafa um 282. gr. danskra hegningarlagalaga nr. 126 frá 15. apríl 1930, sem svarar til misneytingarákvæðis alm. hgl.
  Í öðrum kafla ritgerðar þessarar verður misneytingarhugtakið athugað og merking þess leidd í ljós ásamt því að ýmis misneytingarákvæði íslenskra og erlendra laga eru skoðuð. Í þriðja kafla verður farið yfir helstu refsiskilyrði hegningarlaga, auðgunarbrot, refsiskilyrði 253. gr. alm. hgl. og misneytingu sem verknaðaraðferð við refsiverð brot. Fjórði kafli er umfangsmestur og fjallar hann um þau skilyrði sem fram koma í 253. gr. alm. hgl. og þurfa að vera til staðar svo refsað sé fyrir brot gegn ákvæðinu.

Samþykkt: 
 • 18.12.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
253. gr. alm. hgl. Ba.pdf492.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.skemman..pdf876.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF