en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45996

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvernig eru ráðherrar dregnir til ábyrgðar fyrir embættisfærslur sínar? Er nauðsynlegt að hafa sérstök lög um ráðherraábyrgð?
Degree: 
  • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Samkvæmt 14. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 bera ráðherrar ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir þau mál. Þetta er inntak hinnar lagalegu ábyrgðar ráðherra sem er til umfjöllunar í þessari ritgerð.
    Ráðherraábyrgð er í raun tvíþætt í eðli sínu, annars vegar þingleg/pólitísk og hins vegar lagalegs eðlis. Geta þessir tveir þættir verið svo samofnir að mikilvægt er að gera grein fyrir hverjum þætti fyrir sig og samspili þar á milli. Í ritgerðinni verður fyrir yfir aðdraganda lagasetningar um ráðherraábyrgð á Íslandi og þingræðisreglunnar með tilliti til norræns réttar og samanburðar þar á. Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963 verða rakin og gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem þurfa að vera til staðar til þess að draga ráðherra til ábyrgðar og hvernig komið getur til refsiábyrgðar á grundvelli slíkrar ábyrgðar. Að því loknu verða lög um Landsdóm, nr. 3/1963, reifuð og fjallað um aðdraganda málshöfðunar á hendur ráðherra og tilurð málsmeðferð fyrir Landsdómi í slíku máli. Í því sambandi verður einnig fjallað um fordæmi í dómi Landsdóms nr. 3/2011 frá 23. apríl 2012 (Alþingi gegn Geir H. Haarde) og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í kærumáli Geirs gegn íslenska ríkinu.
    Á undanförnum áratugum hafa lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm sætt gagnrýni hér á landi, sérstaklega í ljósi réttarþróunar í sakamálaréttarfari. Þessi gagnrýni beinist einkum að málshöfðun, ákvörðunarvaldi um saksókn, samsetningu dómsins, málsmeðferð fyrir honum og álitamál um verknaðarlýsingu brota í lögum um ráðherraábyrgð. Þegar fyrsta málið var höfðað fyrir Landsdómi, gegn þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, varð umræðan um gagnrýni enn háværari.
    Hér á eftir verður gerð grein fyrir því hvernig ráðherrar eru dregnir til ábyrgðar fyrir embættisfærslur sínar og leitast við að svara hvort nauðsynlegt sé að hafa sérstök lög um ráðherraábyrgð.

Accepted: 
  • Dec 18, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45996


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
yfirlýsing.pdf2,67 MBLockedDeclaration of AccessPDF
BA ritgerð Bryndís.pdf402,99 kBOpenComplete TextPDFView/Open