Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46000
Barneignir eru mikil og merkileg tímamót í lífi fólks og þarf að huga að miklu þegar kemur að þeim. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða áhrif barneignir hafa á stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Litið var til laga um jafna stöðu kynjanna og kynskipting vinnumarkaðarins var skoðuð. Fæðingarorlof og ólaunuð vinna sem snýr að heimilishaldi og umönnun barna er einnig til umfjöllunar í þessari ritgerð ásamt fleiri atriðum. Jafnframt var skoðað hvort að fæðingarorlofslög nægi til þess að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði eftir barneignir.
Helstu niðurstöður eru að fæðingarorlofslög ein og sér nægja ekki til þess að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði eftir barneignir. Áhrif barneigna á stöðu kynjanna á vinnumarkaði eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða mæður eða feður. Svo virðist sem mæður dragist aftur úr eða staðni á vinnumarkaði með tilkomu barna sinna í heiminn. Aftur á móti eru áhrifin öfug á karlmenn en barneignir hafa jákvæð áhrif á laun feðra. Samt sem áður eru stjórnendur skilningsríkari við mæður en feður þegar kemur að fæðingarorlofstöku með tilheyrandi fjarveru frá vinnu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð Katrín Magnúsdóttir.pdf | 320.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing.pdf | 316.24 kB | Lokaður | Yfirlýsing |