is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46020

Titill: 
  • Hart kynlíf - frelsi eða fjötrar? Erótík, klám og kynlíf kvenna undir áhrifum póstfemínismans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að svara spurningunni: Á hvaða hátt hefur klám áhrif á félagsleg mótun gagnkynhneigðra, sískynja kvenna í nútímasamfélagi? Hér verða færð rök fyrir því að undir tálsýn póstfemínísmans, nýfrjálshyggjunnar og hugmyndum þeirra um hið frjálsa val gangist konur við eigin undirokun og taka stundum jafnvel þátt í henni. Klám ýtir undir kúgun kvenna með því að normalísera ofbeldi í kynlífi og með þeirri hugmynd að í kynlífi sé um valdabaráttu að ræða þar sem karlinn er alltaf yfir og konan er undir. Félagsmótun kláms hefur áhrif á karla, konur og alla þar á milli og getur því verið erfitt að átta sig á hvar eigin langanir og þrár byrjar og félagsmótun kláms endar. Til þess að greiða úr þeirri flækju verða hugmyndir Katherine Angel um slæmt kynlíf, samþykki, langanir og þrár í forgrunni þegar reynt verður að skýra frá því hvernig félagsmótun kláms bitnar á konum á þann hátt að ætlast er til að þær einar taki ábyrgð á og mæti afleiðingum kynlífs síns, sem oft eru slæmar. Að lokum verður litið til hugmynda Judiths Butler og færð verða rök fyrir því að gagnkynhneigðar, sískynja konur nýti sér kynusla til þess að losna undan fjötrum póstfemínismans og kláms. Með sjálfsígrundun geta konur þannig fundið eigin langanir burtséð frá félagsmótun samfélagsins og stundað valdeflt kynlíf sem byggist á eigin raunverulegu nautnum og þrám.

Samþykkt: 
  • 5.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERÐ - LRS.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing lokaverkefni_tilbuið.pdf36 MBLokaðurYfirlýsingPDF