is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46032

Titill: 
  • Oft var þörf en er nauðsyn? Skylduaðild að félögum á sviði eignaréttar í ljósi fyrirmæla 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. og 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hið neikvæða félagafrelsi, þ.e. réttur manna til þess að standa utan félaga, er verndað af 74. gr. stjórnarskrár og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum ákvæðanna er löggjafanum þó heimilt að kveða á um skylduaðild að félagi, meðal annars í þágu réttinda annarra. Í ritgerðinni er fjallað um fjórar tegundir skylduaðildarfélaga sem heyra undir þann flokk, þ.e. húsfélög, veiðifélög, félög í frístundabyggð og svonefnd jarðarfélög samkvæmt II. kafla A jarðalaga en þeim er öllum komið á fót í þágu sameiginlegra eignarréttarlegra hagsmuna manna. Annars vegar er tekið til skoðunar hvort skylduaðild að umræddum félögum samrýmist almennt séð framangreindum skilyrðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um leyfilegar takmarkanir á neikvæðu félagafrelsi. Hins vegar er kannað hvernig nánar tilgreindir og afmarkaðir þættir löggjafar um umrædd félög samrýmast skilyrðunum. Loks er sjónum beint að samspili 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár um hið neikvæða félagafrelsi og 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár og 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu um vernd eignarréttinda.
    Helstu ályktanir eru þær að skylduaðild að húsfélögum, veiðifélögum og jarðarfélögum sé nauðsynleg og fullnægi því almennt séð skilyrðum 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár og 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Öllu meiri vafi er þó talinn vera fyrir hendi að því er varðar lögmæti skylduaðildar að félagi í frístundabyggð. Færð eru rök fyrir því að ýmis afmörkuð atriði í löggjöfinni samrýmist illa skilyrðum framangreindra ákvæða um neikvætt félagafrelsi, fyrirmælum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár um vernd eignarréttinda og stjórnskipulegum kröfum um jafnræði og meðalhóf. Hér má í dæmaskyni nefna ákvæði í lögum sem fela félagi rúmar heimildir til þess að ákvarða sitt eigið félagssvæði og hvaða hlutverkum það skuli gegna. Einnig er tilhögun ábyrgðarreglna og útfærsla atkvæðisréttar í lögum um lax- og silungsveiði gagnrýnd.

Samþykkt: 
  • 5.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð FMS - lokaeintak.pdf909.47 kBLokaður til...05.01.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing - Skemman.pdf446.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF