is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46039

Titill: 
  • Könnunarsamantekt um verklag við fótamein sykursjúkra: Áhersla á aðkomu hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Fótamein er einn af alvarlegustu fylgikvillum sykursýki, algengasta innlagnarástæða á spítala og helsta ástæða fyrir aflimun neðri útlima. Aukin hætta er á sýkingum, langvinnum sárum, skerðingu lífsgæða og jafnvel dauða. Fótamein sykursjúkra þarfnast skjótrar athygli og horfur eru góðar ef fótamein er greint snemma og ákjósanleg meðferð hafin. Sárameðferð er nauðsynleg fyrir umönnun sjúklinga með fótamein og gegna hjúkrunarfræðingar lykilhlutverki í þeirri meðferð. Mikilvægt er að fylgja gagnreyndum leiðbeiningum til að tryggja gæði meðferðar og bæta útkomu sjúklinga.
    Tilgangur: Markmið þessarar könnunarsamantektar (e. scoping review) er að greina hvernig verklag er við meðferð sjúklinga með sykursýki og fótamein, ásamt að kanna hver aðkoma hjúkrunarfræðinga er.
    Aðferð: Könnunarsamantektin var unnin samkvæmt leiðbeiningum frá Joanna Briggs Institute og PRISMA-ScR. Leit var gerð í rafrænum gagnagrunnum PubMed og Cinahl að greinum sem birtar voru á árunum 2018 til 2023, ásamt handvirkri leit hjá alþjóðlegum stofnunum og heimildalistum. Leitarorð voru fótamein sykursjúkra og verklag. Gögnin voru sett upp í töflu (e. matrix) til að greina niðurstöður og verklag kortlagt með lýsandi hætti.
    Niðurstöður: Leit skilaði 618 heimildum og að loknu mati uppfylltu sjö rannsóknir inntökuskilyrðin og fjórar klínískar leiðbeiningar voru teknar með í samantektina. Niðurstöður voru settar fram sem sjö þemu sem einkenna verklag við fótamein sykursjúkra: 1) forvarnir, 2) heilsufarssaga, 3) sárið sjálft, 4) mat á blóðflæði, 5) taugamat, 6) meðferð og 7) þverfaglegt teymi. Aðkoma hjúkrunarfræðinga fólst í að sinna skimun og fræðslu, framkvæma heildrænt mat, veita inngrip, meta árangur og vera þungamiðjan í þverfaglega teyminu.
    Ályktun: Verklagið er yfirgripsmikið og meðferð felur í sér að sinna mörgum verkþáttum. Það sem skiptir máli er að verklag sé unnið með kerfisbundnum hætti og byggt á gagnreyndri þekkingu. Í slíku verklagi þarf að vera skýrt hvernig heilbrigðisstarfsmenn eigi að sinna verkþáttum til að auka gæðavitund og hámarka heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í meðferð sjúklinga með sykursýki og fótamein. Alveg ljóst er að sú meðferð er flókin og nauðsynlegt fyrir hjúkrunarfræðinga að efla þekkingu, hæfni og færni sína. Með þeim hætti geta þeir veitt gæðahjúkrun og tryggt öryggi sjúklinga.

Samþykkt: 
  • 8.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Lokaverkefni.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf136.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF