Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46042
Það hefur orðið stöðnun í rökræðum um ígrundun innan reynslunáms og fullorðinsfræðslu. Þessi stöðnun varðar nýja nálgun á ígrundun sem yfirstígur ríkjandi kenningarramma reynslunáms, að nafni ígrundandi hugsmíðahyggja (reflective constructivism). Ígrundandi hugsmíðahyggjusinnar hafa verið gagnrýndir fyrir að halda uppi of vitrænni nálgun á ígrundun, ásamt því að hafa afholdgaða (disembodied) hugmynd um reynslunámsferlið. Gagnrýnendur sem leita leiða til að endurholdga (re-embody) reynslunám hafa samt sem áður ekki reitt fram sannfærandi nálgun sem getur tekið við af nálgun ígrundandi hugsmíðahyggju. Þess í stað hafa þeir gefið sig á vald því einu að gagnrýna og/eða hafna ígrundun, ásamt því að gera líkamann að grundvallar vettvangi sannrar, ósvikinnar visku og þekkingar. Í þessari ritgerð leitast ég til að feta meðalveginn og færa rök fyrir líkamlegri, reynslubundinni ígrundunaraðferð. Ég byggi á skynhreyfihyggju (enactivism) og er innblásinn af heimspeki Eugene Gendlin. Einnig byggi ég á Focusing og Thinking-at-the-Edge aðferðum hans. Á þessum grundvelli færi ég rök fyrir og hanna aðferð til ígrundunar í reynslunámi sem tekur mið af undirskilinni (implicit) vídd reynslunnar, auk þess að vekja nemendur til ígrundunar í samræðu við skynfinningu sína.
There is an impasse in theories of experiential learning and adult education. This is an impasse that has emerged from critiques aimed at the reigning conceptual paradigm of experiential learning, reflective constructivism, which seek to (re)embody experiential learning. This impasse concerns one of the cornerstone methods of experiential learning and adult education, viz. reflection. Reflective constructivists are critiqued for an overly cognitivist account of reflection and a disembodied notion of the experiential learning process. These critics have, however, not provided an appealing alternative to reflective constructivist reflection. Instead, they have resigned themselves to mere critique and/or dismissal of the notion of reflection, as well as essentializing the body as a site of true, authentic wisdom and knowledge. In this thesis I seek to tread a middle path and argue for an embodied, experiential protocol for reflection. Grounded in enactivism and inspired by the philosophy of Eugene Gendlin and his methods of Focusing and Thinking-at-the-Edge, I argue for and design a method of reflection in experiential learning that gives the implicit dimension of experience its due, as well as engaging learners to reflect in dialogue with their bodily felt sense.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MA_Thesis_Vignir_Már_From the Implicit to the Explicit.pdf | 944 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing til Skemmunnar.pdf | 399,23 kB | Locked | Declaration of Access |