en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46082

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif meginvaxta Seðlabanka Íslands á eftirspurn eftir húsnæðislánum: Rannsókn á þróun eftirspurnar eftir húsnæðislánum á Íslandi á tímabilinu 2016 - 2023
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Síðastliðin ár hefur eftirspurn verð- og óverðtryggðra húsnæðislána tekið miklum breytingum. Verðtryggð húsnæðislán hafa verið ráðandi lánategund hérlendis til langs tíma þar til lækkanir meginvaxta Seðlabanka Íslands áttu sér stað í kjölfar heimsfaraldursins Covid-19 og einstaklingar byrjuðu í auknum mæli að taka óverðtryggð húsnæðislán. Inngrip Seðlabanka Íslands með meginvexti hefur haft áhrif á peningamagn í umferð og þ.a.l framboð og eftirspurn útlána. Markmið ritgerðarinnar er að kanna áhrif meginvaxta á eftirspurn eftir báðum lánategundunum sem og áhrif annarra hagfræðilegra skýristærða. Áhrif vísitölu kaupmáttar launa, vísitölu íbúðaverðs, atvinnuleysishlutfallsins, breytilegra vaxta og mannfjölda eru einnig skoðuð.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þegar meginvextir hækka minnkar eftirspurn eftir óverðtryggðum húsnæðislánum en eykst eftir verðtryggðum húsnæðislánum. Notast var við raunmeginvexti sem er samspil meginvaxta og verðbólgu. Seðlabanki Íslands hækkar meginvexti með það markmið að minnka verðbólgu. Það leiðir til auksins kostnaðar sem fylgir óverðtryggðum lánum í formi afborganna og eftirspurn eftir verðtryggðum lánum eykst þar sem hækkun meginvaxta leiðir til lækkunar á verðbólgu, að örðu óbreyttu. Þ.a.l verður ódýrara að taka verðtryggt lán þar sem verðbætur lækka en öfugt er farið þegar að meginvextir lækka. Eðli eftirspurnar húsnæðislána getur einnig stjórnast af öðrum þáttum sem geta verið mismunandi á milli tímabila og breytinga í hagkerfinu hverju sinni.

Accepted: 
  • Jan 10, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46082


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Lokaritgerð - Dagný V. Guðmundsdóttir.pdf5,12 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman - skjal.pdf288,64 kBLockedDeclaration of AccessPDF