is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46084

Titill: 
  • Að þíða frosin átök. Geta frosin átök fortíðar spáð fyrir um þróun mála í Donbas héraði í Úkraínu?
  • Titill er á ensku Thawing frozen conflicts. Can frozen conflicts of the past predict developments in Ukraine's Donbas region?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mismunandi átök má sjá víðsvegar um heiminn í dag, þau eru mismunandi og tilkomin vegna ólíkra deilna. Í þessari ritgerð verður innrás Rússlands í Úkraínu þann 24. febrúar 2022 notuð sem forsenda til þess að greina frosin átök fortíðar. Rýnt verður í sögu ríkja í reynd á svæði fyrrum Sovétríkjanna og frosin átök sem þar hafa átt sér stað til þess að öðlast skilning og jafnvel spá fyrir um mögulega þróun mála í Úkraínu. Fræðikafli ritgerðarinnar gerir grein fyrir hvað ríki í reynd eru, hvernig þau viðhalda sér og hver skilgreiningin er á frosnum átökum. Í tilvikskafla eru tekin fyrir tvö ríki í reynd til að varpa ljósi á frosin átök fortíðar, Abkasía og Nagorno-Karabakh, auk þess sem þróun mála í Donetsk og Luhansk í Donbas í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu er tekin fyrir. Sérstaklega er skoðað hlutverk Rússlands í frosnum átökum ríkjanna í reynd og borið saman við Donetsk og Luhansk. Samanburður á þróun mála í tilvikunum fjórum sýnir fram á að Rússland hagnast á frosnum átökum ríkja í reynd á svæði fyrrum Sovétríkjanna. Frosin átök fortíðar hafa svipuð einkenni og þau sem birtast í Úkraínu í dag. En vegna veikari stöðu Rússlands á alþjóðavettvangi er óvíst að Rússlandi takist að hafa sömu áhrif á ákvarðanir Vesturlanda gagnvart þessum héruðum Úkraínu og öðrum svæðum í fyrrum Sovétlýðveldum.

  • Útdráttur er á ensku

    Various conflicts can be seen around the world today, they are different and arise from different disputes. In this essay, Russia's invasion of Ukraine on February 24, 2022 will be used as a premise to analyze frozen conflicts of the past. The history of de facto states in the post-Soviet area and frozen conflicts that have taken place will be examined in order to gain an understanding and even predict possible developments in Ukraine. The theoretical part of the essay explains what de facto states are, how they maintain themselves and the definition of frozen conflicts is explained. In the case section, two de facto states are explored to shed light on the frozen conflicts of the past, Abkhazia and Nagorno-Karabakh, as well as the developments in Donetsk and Luhansk in Donbas following Russia's invasion of Ukraine. In particular, the role Russia has played in these frozen conflicts is examined and compared to Donetsk and Luhansk. A comparison of the developments in these four cases show that Russia is benefiting from the frozen conflicts between states in the post-Soviet area. The frozen conflicts of the past have similar characteristics to those that appear in Ukraine today, but due to Russia's weaker position on the international stage, it is uncertain whether Russia will be able to have the same influence on the West's decisions regarding these provinces as in territories in the former Soviet republics.

Samþykkt: 
  • 10.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YfirlysingSkemman_ArnaDis.pdf408,33 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_Stjórnmálafræði_ArnaDís.pdf557,45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna