is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46085

Titill: 
  • Hafa barneignir áhrif á starfsferil kvenna?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna hvort barneignir hafi áhrif á starfsferil kvenna og hvernig viðhorf toppstjórnenda er fyrir og eftir barneignir. Jafnréttisbarátta kvenna hefur staðið lengi yfir og baráttan á atvinnumarkaðnum er engin undantekning, en margt hefur gerst síðustu ár, þó það sé langt í land hvað varðar kynjahlutfall í efstu
    stjórnendastöðum fyrirtækja á Íslandi. Margir þættir hafa áhrif þegar rætt er um starfsferil kvenna og barneignir, til dæmis menntun, kynjakvóti, staðalímyndir, launamunur kynjanna og tengslanet. Þeir þættir sem hafa áhrif á barneignir eru síðan fæðingarorlof, leikskólamál, umönnunarbilið, ábyrgð og þriðja vaktin.
    Rannsóknin er eigindleg rannsókn þar sem tekin voru 13 hálfopin viðtöl.
    Viðmælendur voru allt konur sem eiga það sameiginlegt að vera bæði toppstjórnendur og mæður. Viðtölin voru greind með opinni kóðun.
    Niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar og gefa góða mynd af hindrunum kvenna á atvinnumarkaðnum og því ferli að eignast barn. Margt annað kom fram í viðtölunum varðandi starfsferil kvenna og atvinnumarkaðinn. Það er ekkert sem getur stöðvað konu í að ná góðum starfsframa en það krefst metnaðar, vilja, fórnfýsi og mikillar vinnu. Með þessum viðtölum er hægt að sjá margar frábærar kvenfyrirmyndir sem hafa náð langt í
    atvinnulífinu samhliða því að eignast börn. Því er mikilvægt fyrir ungar stelpur að heyra þessar sögur sem gætu ýtt ránni enn þá hærra. Segja má að þessi rannsókn veiti ungum konum innblástur fyrir starfsferilinn og innsýn í það að vel er hægt að vera mamma og toppstjórnandi.

Samþykkt: 
  • 10.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefanía-Meistararitgerð.pdf1,2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_stefaniathe_030120241932_001.pdf57,25 kBLokaðurYfirlýsingPDF