is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4609

Titill: 
 • „Læsisnámið þarf að vera skemmtilegt...“ : þátttaka kennara í þróunarstarfi í Byrjendalæsi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni er markmiðið að gefa öðrum innsýn í reynsluheim minn af því að taka þátt í þróunarstarfi þar sem ég tileinka mér nýja lestrarkennsluaðferð, Byrjendalæsi. Greint er frá því hvernig Byrjendalæsi hefur áhrif á eða breytir kennsluháttum mínum og vinnunni í skólastofunni í starfi með 1. og 2. bekk veturna 2007-2008 og 2008-2009. Ég skoða eigið starf og starfsþróun og leitast við að segja skilmerkilega frá starfi mínu, verkefnum og pælingum í þeirri von að bæði ég og aðrir geti eitthvað af því lært og skilið starf kennarans betur.
  Rannsóknin er starfendarannsókn, þar sem ég geri rannsókn á eigin starfi. Söfnun gagna fór fram með dagbókarskrifum þar sem ég ritaði dagbók frá september 2008 þar til í maí 2009. Í dagbókina er framvinda starfsins skráð ásamt ýmsum pælingum og frásögnum. Önnur gögn eru kennsluáætlanir, verkefni, ljósmyndir og vinna nemenda. Sagðar eru reynslusögur þar sem skipulaginu í Byrjendalæsi og vinnunni í skólastofunni er lýst og sagt frá ýmsum atvikum, viðbrögðum og verkefnum.
  Helstu niðurstöður sýna að ég hef lært að skipuleggja læsisnám nemenda í tengslum við bókmenntir þar sem unnið er með tal, hlustun, lestur og ritun, auk samband stafs og hljóðs, hraða, öryggi, lesskilning, hljóðvitund, orðaforða, skrift, réttritun, setningarbyggingu og málfræði. Ég hef lært að vinna með gæðatexta á markvissan hátt með nemendum til að auka skilning þeirra og orðaforða. Ég hef lært að nota lykilorð til að kenna nemendum stafi og hljóð og ýmis tæknileg atriði læsisnámsins og öðlast skilning á fjölmörgum möguleikum á notkun lykilorðs til að vinna á fjölbreyttan hátt með móðurmálið og rannsaka það. Ég hef öðlast færni í að skipuleggja námsstöðvar með fjölbreyttum verkefnum þar sem nemendur vinna saman og styðja hver annan. Ég hef einnig séð að góð skipulagning námsstöðva skapar mér aukið svigrúm til að kenna litlum hópum nemenda út frá þörfum þeirra. Ég hef öðlast betri sýn á hve dýrmætt það er að vinna með jákvæðu og áhugasömu fólki sem hefur ánægju af starfinu og er tilbúið til að deila reynslu sinni og ígrunda starfið til að finna betri lausnir fyrir nemendur. Ég hef öðlast aukinn skilning á að hugarfar kennarans og vilji til að skoða og ígrunda eigið starf, skiptir miklu máli til að hann nái árangri og þróist í starfi.
  Lykilorð: Læsiskennsla, þróunarstarf, námsstöðvar.

Samþykkt: 
 • 26.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lok_fixed.pdf545.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna