Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46118
Orkuöflunarmál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Afla þarf meiri orku á öllum vígvöllum, einnig er krafa um að nýta orkuna betur. Verkefnið snýr að því að nýta borholu ST-02 sem staðsett er við Stillholt á Akransei. Holan var boruð árið 1967 með vonir um að
virkja til heitavatnsöflunar. Holan er mjög heit en ekki gjöful á vatn og hefur því legið í gleymd frá 1967. Tvöfallt hitaveitukerfi er í gamla bænum á Akranesi þar sem að borhola ST-02 er staðsett. Staðsetning henn-
ar hentar því afar vel. Bakvatni frá dreifikerfi gamla bæjarins er núna hent út í fráveitu við um 30°C. Skoðaður er fýsileiki þess að setja upp Standing column well kerfi sem hringrásar vatni í borholunni og sækir varma úr jörðinni. Vatnið fer í gegnum varmaskipti þar sem að það hitar upp bakvatn frá dreifikerfi gamla bæjarins, frá um 30°C upp í yfir 70°C og er svo sent aftur út í dreifikerfið sem framrás. Þetta gæti verið góður valkostur fyrir toppafl, þegar að notkun er sem mest.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Varmanám úr ónýttum borholum og bakvatnsnýting_Lokaverkefni_Einar Ben_281195-2719.pdf | 28.62 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |