is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4612

Titill: 
  • Íslenskur orðaforði íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Góður orðaforði er forsenda lesskilnings og veigamikil undirstaða velgengni í skóla. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að mikill munur er á stærð orðaforða barna, munurinn kemur fram strax á unga aldri og vex frekar en minnkar með árunum; enn fremur að stærð orðaforða hefur forspárgildi um velgengni nemenda í skóla. Samkvæmt erlendum rannsóknum eiga nemendur sem eiga annað móðurmál en ríkir í skólasamfélaginu oft erfitt uppdráttar í skólanum vegna þess að þeir hafa ófullnægjandi orðaforða. Í þessari rannsókn var kannaður íslenskur orðaforði barna í fyrsta til fjórða bekk grunnskóla sem eiga annað móðurmál en íslensku og báða foreldra með annað móðurmál en íslensku. Notað var orðaforðaprófið PPVT-4 sem verið er að þýða og staðfæra með forprófum á íslenskum börnum. Rannsóknin gefur upplýsingar um íslenskan orðaforða barnanna, eftir aldri og dvalartíma þeirra í landinu. Niðurstöður staðfestu flestar tilgáturnar sem settar voru fram í upphafi rannsóknarinnar. Í fyrsta lagi hækkaði stigafjöldi þátttakenda á orðaforðaprófinu með aldri og enn meira með dvalartíma og samvirkni mældist á milli aldurs og dvalartíma. Hins vegar er sú aukning á stigafjölda sem kemur fram hjá þátttakendum á milli annars, þriðja og fjórða bekkjar, þegar tekið er tillit til dvalartíma, ekki nægileg til að hægt sé að gera ráð fyrir að íslenskur orðaforði aukist almennt á þessum árum hjá nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Aukning á meðalstigafjölda þátttakenda sem hafa dvalið frá tveimur árum til sjö ára á Íslandi er heldur ekki nægileg, þegar tekið er tillit til aldurs, til að hægt sé að gera ráð fyrir orðaforði aukist almennt á því tímabili hjá þessum hópi nemenda. Í öðru lagi höfðu börn með önnur móðurmál en íslensku, í öllum aldurshópum, marktækt lægri skor á orðaforðaprófinu en sex ára íslensk börn með íslensku sem móðurmál. Í þriðja lagi voru börn með austur-evrópsk móðurmál með meiri orðaforða en börn með móðurmál sem töluð eru utan Evrópu en sá munur kom fram hjá þátttakendum sem höfðu lengstan dvalartíma. Ekki komu fram skýr tengsl milli fjölda kennslustunda á viku í sérstakri íslenskukennslu og orðaforða nemenda, þegar tekið var tillit til aldurs og dvalartíma.
    Lykilorð: Íslenska sem annað tungumál.

Samþykkt: 
  • 29.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Ólafsdóttir pd_fixed.pdf711.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna