en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4613

Title: 
  • Title is in Icelandic Ull er gull: Lopapeysan við upphaf 21. aldar
Other Titles: 
  • Other Titles is in Icelandic Wool into Gold: The Icelandic Wool Sweater in the 21st Century
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Með þessari rannsókn er ætlunin að leita svara við því hvers vegna íslenska lopapeysan varð svo vinsæl í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar sem raun ber vitni. Í því skyni voru tekin viðtöl við fimmtán Íslendinga sem koma að viðfangsefninu með mismunandi hætti. Greining á áherslum þeirra og samlestur við hugmyndir ólíkra fræðimanna leiddi af sér eftirfarandi útfærslu. Efninu er skipt niður í fjóra kafla auk inngangs. Sá fyrsti greinir frá upphafi lopaprjóns og gefur yfirlit yfir sögu lopapeysunnar. Annar kafli ræðir hana út frá hugtakinu hefð og hvernig fólkið hefur tekið lopapeysuhefðina í sína þjónustu eins og hverja aðra alþýðuhefð. Í þriðja kafla er fjallað um lopapeysuna í ljósi hugtaksins handverk. Þar beinist athyglin að prjónakonunum sem endurskapa og móta hefðina. Fjórði og síðasti kaflinn fæst svo við að greina peysuna sem flík. Þar er notkun peysunnar rædd, hverjir nota hana og hvernig.
    Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er sú að Íslendingar hafi undanfarin ár fundið hjá sér þörf til að endurskilgreina sjálfsmynd sína á tímum hnattvæðingar. Áherslan á þjóðernið og þjóðina er áberandi í þessu sambandi. Lopapeysan hefur reynst notadrjúg í þeim tilgangi því hún vísar í hið staðbundna og þjóðlega í gegnum íslensku ullina. Ullin skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga sem virðist síst léttvægari nú um stundir en oft áður í sögu þjóðarinnar.

Accepted: 
  • Mar 29, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4613


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Forsíðan.pdf75.53 kBOpenForsíðaPDFView/Open
ull.er.gull.pdf773.22 kBOpenMeginmálPDFView/Open