is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Iðn- og tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46143

Titill: 
  • Þverárrétt í Borgarfirði : rannsókn á gæðum 60 ára steinsteypu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var skoðuð uppbygging á steypumannvirki Þverárréttar í Borgarfirði. Farið var yfir framkvæmdarferlið, vinnuaðferðir og blöndunarhlutföll steypunnar. Gerðar voru rannsóknir á gæðum steinsteypunnar og reynt var að leggja mat á ástandi hennar út frá veðurfari, gæðum blöndunarefna og núverandi ástandi steinsteypunnar. Athugað var hvort um sé að ræða óvenju mikið niðurbrot eða hvort það teljist eðlilegt miðað við aldur og viðhaldssögu. Einnig var athugað hvort byggingarefnin stæðust þær kröfur sem byggingarreglugerð setur í dag og þær eldri kröfur sem fundust frá þeim tíma er réttin var byggð.
    Niðurstöður sýna að hratt niðurbrot steinsteypunnar er samspil margra þátta og erfitt að segja til um hvað er orsök og hvað er afleiðing. Það var margt í verklaginu í upphafi sem betur hefði mátt fara, gæði byggingarefnanna voru ekki góð og standast hvorki núverandi né þáverandi kröfur byggingarreglugerðar. Viðhaldi var verulega ábótavant og þar að
    auki kom í ljós að steypan er líklega alkalívirk.

Samþykkt: 
  • 11.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsókn á gæðum 60 ára steinsteypu_UEA.pdf50.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna