Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46149
Umfjöllunarefni þessar ritgerðar er lagaumhverfi vátryggingafélaga með tilliti til vátryggingasvika en lítið hefur verið fjallað um hér á landi hvað er til ráða fyrir vátryggingafélög þegar grunur er um vátryggingasvik. Megintilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvert sé lagaumhverfi vátryggingafélaganna m.t.t. til vátryggingarsvika þar sem kannað verður hvað það er í regluverkinu sem mætti gera betur og hvað er það sem gengur vel, meðal annars með tilliti til upplýsingaskyldu, vátryggingarsvikaákvæðisins og miðlun upplýsinga. Ritgerðin er þannig uppbyggð að í öðrum kafla er gert grein fyrir hvað felst í vátryggingastarfsemi, hvaða löggjöf gildir um starfsemina og hvað vátryggingar eru. Í þriðja kafla er gert grein fyrir hvað felst í hugtakinu vátryggingarsvik og saknæmisskilyrðum þess. Í fjórða kafla er vikið að upplýsingaskyldu vátryggingafélaga en aðallega vátryggðs/vátryggingartaka við töku tryggingar og við uppgjör tjóns. Jafnframt er vikið að heimildum sem vátryggingarfélög hafa til að hafna bótaskyldu þegar grunur er um svik. Í fimmta kafla er farið yfir samspil persónuverndarlöggjafar og vátryggingafélaga. Í sjötta kafla er meðal annars vikið að ferli vátryggingafélaga þegar grunur vaknar um vátryggingasvik, tjónagrunn vátryggingafélaganna, kæru til lögreglu og muninn á sönnun í sakamálum og einkamálum. Í sjöunda kafla er vikið að lagaumhverfi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Í áttunda kafla er rannsóknarspurningu svarað.
Niðurstaðan var sú að það sem betur mætti fara í regluverkinu hér á landi með tilliti til vátryggingasvika er til að mynda samstarf lögreglu og vátryggingafélaga, upplýsingagjöf milli vátryggingarfélaga og annarra fjármálastofnana og samræmdar verklagsreglur um rannsókn vátryggingarfélaga þegar grunur er um vátryggingasvik. Það sem gert er vel hér á landi er sameiginlegi tjónagrunnur vátryggingarfélaganna, heimildir vátryggingafélaga til að hafna bótaskyldu og heimildir lögreglur til að afhenda vátryggingarfélögum gögn. Að lokum telur höfundur að sérstakt vátryggingasvikaákvæði í refsilöggjöfinni myndi hjálpa til í baráttunni við vátryggingasvik.
The subject of this thesis is the legal environment of insurance companies with regard to insurance fraud. The purpose of the thesis is to shed a light on the legal environment of insurance companies in relation to insurance fraud, where it will be examined what could be improved in the regulatory framework and what is going well, regarding the obligation to provide information, insurance fraud clause in the criminal law and distribute information. The second chapter discusses insurance activities and insurances. Third chapter explains the concept of insurance fraud and its culpability conditions. Fourth chapter covers the duty of disclosure that rests on both insurance companies and especially the insured, at the beginning of the insurance contract and when settling claims. Also the sources that insurance companies have when fraud is suspected. The fifth chapter focuses on interactions between data protection legislation and insurance companies. In the sixth chapter, the process is discussed when suspicion arises regarding an claim and answers from insurance companies regarding that, reporting to the police, remedies for the insured and the difference in evidence in civil and criminal case are examined. The seventh chapter addresses the legal environment in Nordic countries. Final chapter answers the research question.
The conclusion was, for improvement of the reglulatory framework regarding insurance fraud it would be beneficial to establish cooperation between the police and insurance companies, authorise insurance companies to exchange more information, and coordinate procedural rules for the investigation of insurance companies when there is suspicion of insurance fraud. What is going well is the shared database of damages for insurance companies, sources for them to reject claims and sources for the police to distribute data to the insurance companies. Finally the author belives that a special insurance fraud provision would help in the fight against insurance frauds.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-ritgerð Karen Þóris.pdf | 1,04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scan_Karen Þórisdóttir_202401181047.pdf | 72,73 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |