Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46150
Þann 1. júlí 2023 var með lögum nr. 71/2022 um breytingu á hjúskaparlögum nr. 31/1993 komið fyrir nýju ákvæði í 40. gr. hjúskaparlaganna sem kveður á um heimild til beins lögskilnaðar á grundvelli heimilisofbeldis. Ritgerð þessi ber heitið „Ofbeldi sem forsenda lögskilnaðar.“ Er markmiðið að varpa ljósi á það hvort breytingin sé í raun til þess fallin að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis. Aðdragandi lögfestingar ákvæðisins verður skoðaður í samhengi við þá alþjóðasáttmála sem Ísland er aðili að, og kannað hvort þeir hafi með einhverju móti haft áhrif á breytingu ákvæðisins. Þá verður farið yfir þróun íslenskrar hjúskaparlöggjafar, þá sérstaklega þróun ákvæði hjúskaparlaganna sem kveður á um lögskilnað á grundvelli heimilisofbeldis. Frumvarpinu til laga um breytingu á hjúskaparlögunum verður gert skil ásamt lögskýringargögnum. Rýnt verður í þróun verklags og viðbragða gegn heimilisofbeldi á Íslandi og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ráðist í með það að markmiði að uppræta heimilisofbeldi. Að lokum verður norræn hjúskaparlöggjöf skoðuð í samræmi við þá íslensku.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að þeir alþjóðasáttmálar sem Ísland er aðili að, leggja ekki þá skyldu á íslenska ríkið að setja ákvæði í hjúskaparlög um heimild til beins lögskilnaðar á grundvelli heimilisofbeldis. Þó má færa fyrir því rök að slík lagasetning sé í samræmi við það markmið sáttmálanna, að uppræta heimilisofbeldi. Þá er ljóst að Norðurlöndunum hefur ekki tekist að samræma skilnaðarlöggjöf sín á milli og að umræddar breytingar á íslensku hjúskaparlögunum byggja ekki á norrænni fyrirmynd. Að lokum veltur höfundur upp spurningum um tilgang ákvæðisins í heild og hvort að b-d liðir ákvæðisins séu þýðingarlausir. Höfundur efast þó ekki um að sú breyting sem gerð var á 40. gr. hjúskaparlaganna hafi verið til þess fallin að bæta stöðu þolenda ofbeldis, en þó er það aðeins tíminn sem á eftir að leiða það í ljós að hve miklu leyti framkvæmd ákvæðisins mun bæta stöðu þolenda ofbeldis.
On July 1, 2023, the approval of law No. 71/2022 amending the Marriage Act no. 31/1993 introduced a new provision in Article 40. of the Marriage Act, which provides for the authorization of direct legal divorce based on domestic violence. This thesis is entitled “Violence as a prerequisite for legal divorce.” The aim is to shed light on whether this change is conducive to improving the situation for victims of domestic violence. The lead up to the enactment of the provision will be examined in the context of the international treaties to which Iceland is a party and it will be examined whether they have in any way influenced the amendment of the provision. The development of the Icelandic matrimonial legislation will also be reviewed, as well as the provision of the Marriage Act that provides for legal divorce based on domestic violence. The draft bill to amend the Marriage Act will be examined together with explanatory documents. The development of procedures and responses against domestic violence in Iceland and the measures taken by the government to eradicate domestic violence will be examined. Finally, the Nordic matrimonial legislation will be examined and compared to the Icelandic one.
The main conclusions are that the international treaties, to which Iceland is a party, do not impose the obligation on the Icelandic state to include provisions in the matrimonial law on the authorization of immediate legal divorce on the grounds of domestic violence. However, it can be argued that such a legislation is in line with the main goal of the treaties, to eradicate domestic violence. It is also clear that the Nordic countries have not succeeded in harmonizing the legislation as concerns divorce, despite extensive cooperation in that field. The conclusion is that the beforementioned changes to the Icelandic Marriage Act are not based on a Nordic model or cooperation. Finally, the author raises questions about the purpose of the provision as a whole and whether the b.- d. clauses are in fact meaningless. The main conclusion of the author however is that the changes made to Article 40 of the Marriage Act have helped to improve the situation of victims of violence. Still, only time will tell whether and to what extent the implementation of the provision will improve the situation of victims of violence.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð UNNUR LOKA.pdf | 934,74 kB | Open | Complete Text | View/Open |