is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46151

Titill: 
  • Saksókn hópmorðs, stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð á Norðurlöndum : samanburður á dómaframkvæmd Norðurlandanna og réttarstaða á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hópmorð, stríðsglæpir og glæpir gegn mannúð eru alvarlegir glæpir sem brjóta gegn grundvallarmannréttindum og gildum samfélagsins. Mikilvægt er að sækja þá til saka sem fremja þessa glæpi til að standa vörð um hið alþjóðlega réttlæti og til að koma í veg fyrir refsileysi. Ríki bera þjóðréttarlegar skyldur til að rannsaka og saksækja þá sem fremja glæpina. Vegna þessara skyldna fer rannsókn og saksókn glæpanna sem um ræðir að mestu leyti fram fyrir landsdómstólum einstakra ríkja en ekki fyrir alþjóðadómstólum. Saksóknarskyldur ríkja hvað hópmorð og stríðsglæpi varðar er að finna í ákvæðum þjóðréttarsamninga en auk þess er heimilt á grundvelli þjóðréttarvenju að sækja þá til saka er fremja glæpina en mismunandi skoðanir eru um það hvort það hvort þjóðréttarvenja hefur myndast sem skyldar ríki til þess. Gerendur glæpanna er að finna í flest öllum samfélögum heimsins þar á meðal á Norðurlöndunum. Ritgerð þessi ber titilinn „Saksókn hópmorðs, stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð á Norðurlöndum: Samanburður á dómaframkvæmd Norðurlandanna og réttarstaða á Íslandi“. Markmið þessarar ritgerðar er því að rannsaka dómaframkvæmd Norðurlandanna hvað hópmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð varðar frá árinu 2002 til dagsins í dag og skoða hver staða Íslands sé í ljósi þeirrar dómaframkvæmdar. Verður því gerð grein fyrir glæpunum og lagaumgjörð Norðurlandanna þ.e. hvort og hvernig ríkin hafa gert glæpina refsiverða og hvernig lögsögureglur ríkjanna eru. Niðurstaða ritgerðarinnar varpar ljósi á að dómar hafa fallið á Norðurlöndunum hvað hópmorð og stríðsglæpi varðar en að ekkert mál hefur komið til kasta íslenskra dómstóla. Auk þess sýnir niðurstaða ritgerðarinnar að málin eiga það sameiginlegt að glæpirnir eru framdir í þriðja ríki og að annað hvort eru gerendur að ferðast til þriðja ríkis og fremja glæpina þar og snúa síðan aftur til heimaríkis síns eða hins vegar að gerendur glæpa koma til Norðurlandanna eftir að glæpur er framinn og öðlast ríkisborgararétt, fasta búsetu eða dvelja á Norðurlöndunum. Óhætt er að segja að það sé tímaspursmál hvenær slík mál komi upp hér á landi og samkvæmt niðurstöðum ritgerðarinnar er Ísland vel í stakk búið að takast á við þau mál.

  • Útdráttur er á ensku

    Genocide, war crimes and crimes against humanity are serious crimes that violate fundamental human rights, the values of society and human dignity. It is important to prosecute those who commit these crimes to uphold international justice and to prevent impunity. States have obligations under international law to investigate and prosecute those who commit the crimes. Because of these obligations, the investigation and prosecution of these crimes mostly take place in national courts and not in international courts. States' prosecution duties regarding genocide and war crimes are found in international treaties. In addition, it is permitted on the basis of international costumary law to prosecute those who commit these three crimes, however opinions differ whether or not it is a duty. The perpetrators of the crimes can be found in almost every country, including the Nordic countries. The title of this thesis is "Prosecution of Genocide, war crimes and crimes against humanity in the Nordic countries: Comparison of case law in the Nordic countries and the legal status in Iceland". The objective of this thesis is therefore to investigate the case law of the Nordic countries in terms of genocide, war crimes and crimes against humanity from the year 2002 to the present day, and to examine Iceland's position in light of that case law. The crimes and the legal framework of the Nordic countries will therefore be explained, i.e. whether and how the states have criminalized these crimes, and what the jurisdictional rules of the states are. The conclusion of the thesis is that court cases have been ruled in the Nordic countries regarding genocide and war crimes, however, no case has come before the Icelandic courts as to date. In addition, the conclusions of the thesis is that the what cases have in common is that the crimes are committed in a third country, and that either the perpetrators travel to a third country and commit the crimes there, and thereafter return to their home country, or that the perpetrators of crimes come to the Nordic countries after the crime is committed and acquire citizenship, permanent residence or stay in the Nordic countries. It is therefore safe to say that it is only a matter of time before such cases arise in Iceland, and Iceland is well prepared to deal with those cases.

Samþykkt: 
  • 11.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð ÞES - pdf.pdf1,22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna