Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46152
Hagsmunaárekstrar fjármálafyrirtækja : Er of mikil ábyrgð lögð á fjármálafyrirtæki með tilliti til þess regluverks sem er á markaðinum?
Eftir að starfsemi fjármálafyrirtækja fór að verða flóknari og yfirgripsmeiri hafa myndast fleiri hagsmunaárekstrar en áður var en hagsmunaárekstrar eru þegar margvíslegir hagsmunir skapast milli mismunandi aðila. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þær kröfur og skyldur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja til þess að koma í veg fyrir slíka hættu en með tilkomu MiFID II hafa verið gerðar ríkari kröfur til verðbréfafyrirtækja að koma á samræmdu ferli til að tryggja álíka beitingu á reglunum. Leitast verður eftir því að svara þeirri spurningu hvort löggjafinn hafi sýnt fram á nægilega skýra stefnu í löggjöf sinni til þess að fyrirtæki geti staðist þær kröfur sem þeim eru settar og hvort úrbóta þurfi. Farið verður yfir hvaða reglur eru um hagsmunaárekstra og þær skipulagskröfur sem fjármálafyrirtæki þurfa að koma á, innleiða og viðhalda til þess að bera kennsl á, stýra og stuðla að viðeigandi aðgerðum gegn hagsmunaárekstrum. Auk þess verður farið yfir þá aðila sem ábyrgðarhlutverki gegna í að hafa eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, þ.m.t. reglum um hagsmunaárekstra og aðrar skipulagskröfur en þýðingarmesta hlutverkið er í höndum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Stofnunin hefur víðtækar heimildir og úrræði til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu, þar á meðal að beita stjórnvaldssektum og verður í þeim efnum greint frá þremur fordæmisgefandi málum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að kröfur settar af stjórnvöldum þykja óljósar en með skýrara regluverki væri stuðlað að meiri samræmingu á fjármálamarkaðinum sem og minni líkur á mismunandi innleiðingu reglnanna. Með skýrara regluverki væri auk þess minni líkur á að krefja þurfi fjármálafyrirtæki síðar meir um úrbætur vegna ófullnægjandi framkvæmdar á reglunum sem getur leitt til alvarlegra refsiviðurlaga.
Conflicts of interest in financial companies : Given the regulatory environment in the market, are financial companies given excessive responsibility?
There are more conflicts of interest than ever before due to the complexity and pervasiveness of financial companies; yet, conflicts of interest are defined as numerous interests between distinct parties. This thesis aims to shed light on the obligations and requirements placed on financial companies to prevent those risks while the implication of MiFID II has increased the need for these companies to coordinate their strategies in order to ensure that defined standards are followed. The issue that needs to be addressed is if the legislator needs to provide more clarification in order to provide the companies an easier way to meet the requirements imposed to them, or whether improvements are necessary. The thesis will provide a summary of the laws that apply to conflicts of interest as well as the organisational requirements financial companies must put in place and uphold in order to identify, manage and resolve conflicts of interest. The parties who oversee and monitor financial companies, including conflicts of interest rules and other organisational requirements, will also be examined; nevertheless, the Financial Supervisory Authority of the Central Bank of Iceland plays the most significant role in this regard. They have the authority and resources to carry out their supervisory duty, such as impose an administrative fine and this thesis will present three instances of such fines. The main conclusions of this thesis are that the requirements by the legislators appear to be unclear but revising the regulations to a more enhanced and explanatory way, might prevent discordant implications of the rules and later on, less penalized conducts from the companies.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hagsmunaárekstrar fjármálafyrirtækja - Ástrós Brynjarsdóttir.pdf | 530,49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |