Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46153
Eitt helsta markmið skiptastjóra við bústjórn er að hámarka verðmæti þrotabúsins. Nokkrar leiðir eru til þess tækar en helstu aðferðir skiptastjóra eru að finna í XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Á grundvelli þeirra reglna getur skiptastjóri farið fram á að tilteknum ráðstöfunum þrotamanns á tilteknu tímabili verði hnekkt. Ein mest nýtta riftunarregla gjaldþrotaréttarins má finna í 134. gr. fyrrnefndra laga sem kveður á um riftun á greiðslu skuldar fyrir frestdag sem að einhverju leyti er óvenjuleg, nema greiðslan virðist venjuleg eftir atvikum. Markmið ritgerðinnar er að gera grein þróun reglunnar og beitingu hennar í framkvæmd, auk annarra atriða sem máli skipta. Stuðst er við hina fræðilegu lagalegu aðferð (e. doctrinal method) við rannsóknina. Helstu niðurstöður ritgerðinnar eru í fyrsta lagi að greiðsla skuldar með öðru en peningum og greiðsla fyrir gjalddaga er ávallt óvenjuleg ráðstöfun, nema venja hafi myndast í viðskiptum aðila eða önnur mjög sérhæfð atriði og er dómframkvæmd mjög samrýmd í þessum efnum. Í öðru lagi að umfjöllun um greiðslur sem skert hafa greiðslugetu skuldara er takmörkuð og mat á umræddu skilyrði er matskennt. Þó má segja að sú lína sem dómstólar hafa lagt sé sú að í fyrsta lagi skuli líta til hvort starfsemi skuldara hafi verið hætt þegar greiðslan fór fram, í öðru lagi eignastöðu og skuldastöðu skuldara á þeim tíma þegar greiðslan fer fram og í þriðja lagi rýrnun sem verður á handbæru fé skuldara. Framkvæmd ákvæðisins er því ekki að öllu leyti eins og í nágrannaþjóðum okkar. Endurgreiðsla í kjölfar riftunar á grundvelli reglunnar fer að meginstefnu til með endurgreiðslu auðgunar riftunarþola, en þó má finna dæmi þess að riftunarþoli skili þeim verðmætum sem honum hefur hlotnast þegar um ræðir greiðslu með óvenjulegum greiðslueyri.
One of the main goals of an liquidator in banckruptcy proceedings is to maximize the value of the estate. The main methods can be found in Chapter XX of Act no. 21/1991 on Bankruptcy etc. The liquidator can request that certain actions of the debtor during a certain period be rescinded. One of the most used rescission rule is Article 134 of the aforementioned law, which provides for the rescission of a payment of debt which is unusual, unless it appears to be normal depending on the circumstances. The aim of this thesis is to outline the development of the rule and its application in practice, as well as other relevant points. The doctrinal method is used in the research. The main conclusions are, firstly, that paying a debt with something other than money and paying before the due date is always an unusual measure, unless a custom has developed in the parties' business or other specialized issues and judicial practice is very compatible in this regard. Secondly, the coverage of payments that have impaired the debtor's ability to pay is limited and the assessment of the condition is somewhat unclear. However, the line laid down by the courts is, firstly, whether the debtor's activities were ceased when the payment was made, secondly, the debtor's assets and liabilities at the time when the payment is made, and thirdly, deterioration that will be on the debtor's cash. The implementation of the provision is therefore not entirely the same as in our neighboring countries. Reimbursement following a cancellation on the basis of the rule generally involves a refund of the beneficiary's enrichment, however, there are examples of the beneficiary returning the value he has received in the case of a payment with an unusual payment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð - Þórunn Eylands.pdf | 898.79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |