Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46154
Þessi ritgerð nær yfir málefni foreldra með geðhvörf í tengslum við sjálfsmynd og foreldrafærni þar sem lögð er sérstök áhersla mæður með geðhvörf. Notast verður við þær ritrýndar heimildir sem eru til staðar en vert er að taka fram að mikill skortur er á nákvæmum rannsóknum sem varðar þetta tiltekna viðfangsefni og engar slíkar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis. Í meginmáli verður skilgreint lykilhugtök og farið yfir þær kenningar sem tengjast viðfangsefninu.
Tengslamyndun móður og barns er einstaklega mikilvæg til þess að stuðla að velferð og jákvæðri sjálfsmynd í fari barns, þær rannsóknir sem er að finna sýna að mæður upplifa hræðslu og skömm vegna fordóma gegn alvarlegum geðrænum veikindum sem kemur í veg að þær sæki sér stuðnings. Niðurstöður sýna fram á að þegar skortur er á viðeigandi stuðningsneti fyrir þennan hóp mæðra hefur það jafnframt áhrif á þeirra andlegu heilsu og í kjölfarið bitnar á foreldrafærni þeirra. Markmiðið með þessari ritgerð er að vekja athygli á hversu mikilvægt það er að bjóða upp á sértækan stuðning ætlað mæðrum með geðhvörf þar sem þær geta sótt sér faglega aðstoð og fræðslu án þess að hræðast fordómafullt viðmót. Í lokahluta meginmáls verður fjallað um foreldrafærni ásamt því að kynna nýsköpunarúrræði sem er nú þegar í vinnslu í Bretlandi og er sérstaklega ætlað foreldrum með geðhvörf til að stuðla að góðri andlegri heilsu og foreldrafærni. Höfundur ritgerðarinnar ályktar út frá niðurstöðum í umræðukafla að það gæti reynst afar árangursríkt að innleiða slíkt úrræði hér á landi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing-Laura.pdf | 50,31 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA-ritgerð_LauraRóbertsdóttir.pdf | 423,56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |