Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46159
Á Íslandi er lifandi tónlistariðnaður og nokkur fjöldi íslensks tónlistarfólks hefur náð töluverðum árangri innlendis sem erlendis. Þekking á viðskiptum og viðskiptamódeli tónlistariðnaðarins er gífurlega mikilvægur þáttur í því að gera tónlistarfólki kleift að skapa sér tekjur og starfa við tónlist. Samhliða tónlistarsköpun er mikill fjöldi fagaðila starfandi út um allan heim sem hefur sérhæft sig í því að koma tónlistarfólki á framfæri og hámarka tekjur þess. Í þessari rannsókn verður athyglinni að mestu beint að þessum aðilum og hvaða áhrif þeir hafa á hvernig tónlist endar í eyrum neytenda. Tilgangur verkefnisins er að kortleggja íslenska tónlistariðnaðinn og bera hann saman við alþjóðlega tónlistariðnaðinn, með það að markmiði að benda á þau svæði sem þarf að styrkja hérlendis. Í rannsókninni voru tekin fimm viðtöl við aðila starfandi á mismunandi sviðum í íslenska tónlistariðnaðinum sem rannsakandi taldi geta veitt mikla innsýn í raunverulegu stöðu tónlistariðnaðarins á Íslandi.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er íslenski tónlistariðnaðurinn að hluta til vanþróaður í samanburði við alþjóðlegan tónlistariðnað en yfirleitt má rekja það til smæð markaðarins á Íslandi. Mikil ánægja ríkir meðal aðila í íslenska tónlistariðnaðinum yfir tilurð nýrrar Tónlistarmiðstöðvar þar sem skortur á fræðslu, fjármögnun og innviðum hefur haldið mjög aftur af framgöngu iðnaðarins hingað til. Opinberir styrkir til uppbyggingu fyrirtækja í tónlist hafa verið af skornum skammti og yfirleitt runnið aðeins til tónlistarsköpunar. Einnig eru skiptar skoðanir um þau áhrif sem opinberir styrkir hafa á framgöngu og uppbyggingu á tónlistariðnaðinum. Útflutningur íslenskrar tónlistar hefur haft gífurleg áhrif á velgengni íslensks tónlistarfólks en vöntun er á íslenskum tónlistarforleggjurum til þess að tekjur af íslenskri tónlist erlendis haldist innan landsteinanna og fari ekki til erlendra aðila eins og tíðkast hefur.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ernir Arnarson - BS Lokaritgerð 2024.pdf | 1,05 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Ernir Arnarason.pdf | 318,99 kB | Locked | Declaration of Access |